Upplifði fjölskylduharmleik á jólunum

Jólin enduðu illa hjá Rihönnu.
Jólin enduðu illa hjá Rihönnu. mbl.is/AFP

Rihanna hvetur fólk til þess að láta af byssuofbeldi eftir að frændi hennar lést í gær, þriðjudag. Söngkonan var með frænda sínum á jóladag á Barbados en um sólarhring seinna var hann skotinn til bana. 

Söngkonan minnist frænda síns á Instagram þar sem hún segir að það hafi ekki hvarflað að sér að hún ætti ekki eftir að finna fyrir hlýjum líkama hans aftur. Með þessari minningu deildi hún mynd af sér og frænda sínum. 

Samkvæmt Daily Mail hét frændi hennar Travon Kaiseen Alleyne og var einungis 21 árs þegar hann var skotinn nokkrum sinnum. Alleyne á að hafa verið úti að ganga þegar maður skaut hann til bana og flúði af vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar