Söngvari sveitarinnar the Fall er látinn

Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall.
Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall. Ljósmynd/Wikipedia.org/Kirsteen

Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall, er látinn 60 ára að aldri. Hann lést heima hjá sér á miðvikudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Pam Van Damned, umboðsmanns hans. Hann greindi einnig frá því að frekari upplýsingar um hvernig andlát hans bar að yrðu gefnar á næstu dögum. BBC greinir frá

„Fram að því óskar fjölskylda hans eftir því að fá frið,“ segir jafnframt í yfirlýsingu frá honum. 

Smith ólst upp í Prestwich í Bretlandi. Hann vann í kjötvinnslufyrirtæki og seinna við uppskipun á höfninni í Manchester þegar hann hætti og sneri sér alfarið að tónlistinni árið 1976. Þá gekk hann í hljómsveitina The Fall sem var undir sterkum áhrifum Sex Pistols.  

Fjölmargir minntust hans á samfélagsmiðlum. Einn af þeim er Marc Riley, fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar Fall, sem sagði að Smith hefði kennt sér mikið um lífið og tónlistina. Riley sem starfar nú sem útvarpsmaður var í loftinu á BBC 6 Music þegar hann frétti af andláti vinar síns.  

„Þegar ég var 16 ára kenndi hann mér svo mikið,“ sagði Riley við hlustendur sína og bætti við: „The Fall var uppáhaldshljómsveitin mín þegar ég gekk í hljómsveitina. Hún var enn uppáhaldshljómveitin mín þegar mér var sparkað út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan