Söngvari sveitarinnar the Fall er látinn

Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall.
Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall. Ljósmynd/Wikipedia.org/Kirsteen

Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall, er látinn 60 ára að aldri. Hann lést heima hjá sér á miðvikudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Pam Van Damned, umboðsmanns hans. Hann greindi einnig frá því að frekari upplýsingar um hvernig andlát hans bar að yrðu gefnar á næstu dögum. BBC greinir frá

„Fram að því óskar fjölskylda hans eftir því að fá frið,“ segir jafnframt í yfirlýsingu frá honum. 

Smith ólst upp í Prestwich í Bretlandi. Hann vann í kjötvinnslufyrirtæki og seinna við uppskipun á höfninni í Manchester þegar hann hætti og sneri sér alfarið að tónlistinni árið 1976. Þá gekk hann í hljómsveitina The Fall sem var undir sterkum áhrifum Sex Pistols.  

Fjölmargir minntust hans á samfélagsmiðlum. Einn af þeim er Marc Riley, fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar Fall, sem sagði að Smith hefði kennt sér mikið um lífið og tónlistina. Riley sem starfar nú sem útvarpsmaður var í loftinu á BBC 6 Music þegar hann frétti af andláti vinar síns.  

„Þegar ég var 16 ára kenndi hann mér svo mikið,“ sagði Riley við hlustendur sína og bætti við: „The Fall var uppáhaldshljómsveitin mín þegar ég gekk í hljómsveitina. Hún var enn uppáhaldshljómveitin mín þegar mér var sparkað út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach