Söngvari sveitarinnar the Fall er látinn

Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall.
Mark E Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Fall. Ljósmynd/Wikipedia.org/Kirsteen

Mark E Smith, söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar The Fall, er lát­inn 60 ára að aldri. Hann lést heima hjá sér á miðviku­dags­morg­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Pam Van Damned, umboðsmanns hans. Hann greindi einnig frá því að frek­ari upp­lýs­ing­ar um hvernig and­lát hans bar að yrðu gefn­ar á næstu dög­um. BBC grein­ir frá

„Fram að því ósk­ar fjöl­skylda hans eft­ir því að fá frið,“ seg­ir jafn­framt í yf­ir­lýs­ingu frá hon­um. 

Smith ólst upp í Prestwich í Bretlandi. Hann vann í kjötvinnslu­fyr­ir­tæki og seinna við upp­skip­un á höfn­inni í Manchester þegar hann hætti og sneri sér al­farið að tón­list­inni árið 1976. Þá gekk hann í hljóm­sveit­ina The Fall sem var und­ir sterk­um áhrif­um Sex Pistols.  

Fjöl­marg­ir minnt­ust hans á sam­fé­lags­miðlum. Einn af þeim er Marc Riley, fyrr­ver­andi liðsmaður hljóm­sveit­ar­inn­ar Fall, sem sagði að Smith hefði kennt sér mikið um lífið og tón­list­ina. Riley sem starfar nú sem út­varps­maður var í loft­inu á BBC 6 Music þegar hann frétti af and­láti vin­ar síns.  

„Þegar ég var 16 ára kenndi hann mér svo mikið,“ sagði Riley við hlust­end­ur sína og bætti við: „The Fall var upp­á­halds­hljóm­sveit­in mín þegar ég gekk í hljóm­sveit­ina. Hún var enn upp­á­halds­hljóm­veit­in mín þegar mér var sparkað út.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son