Þjóðleikhúsið í klípu vegna Heimilistóna

Ólafía Hrönn er tvíbókuð laugardaginn 3. mars.
Ólafía Hrönn er tvíbókuð laugardaginn 3. mars.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar um síðustu helgi með hljómsveit sinni Heimilistónum. Úrslitin fara fram hinn 3. mars í Laugardalshöllinni en sama kvöld á Ólafía að leika í söngleiknum Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu. 

Bakraddasöngvarar Heimilistóna þeir Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson eru sömuleiðis í sömu vandræðum og Ólafía en þeir leika einnig í söngleiknum. 

Ljóst er að Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stendur frammi fyrir ákveðnum vanda enda uppselt á sýninguna. „Ef hægt væri að klóna Lollu og strákana myndum við þiggja það. Að öðrum kosti verðum við bara að finna leið sem gerir þeim kleift að sinna báðum verkefnum sama kvöldið. Eða hreinlega loka leikhúsinu þetta kvöld og bjóða áhorfendum okkar upp á annan möguleika, svo við getum öll horft á keppnina eins og aðrir landsmenn og hvatt okkar fólk til dáða. Sjáum hvað setur,“ segir Ari. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar