Konur sýna samstöðu á Eddunni

Aðstandendur Fanga taka á móti Eddunni fyrir leikið sjónvarpsefni ársins.
Aðstandendur Fanga taka á móti Eddunni fyrir leikið sjónvarpsefni ársins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þú sem hefur upplifað ofbeldi eða kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér. Þú þarft ekki að lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“

Þetta kom fram í einni af ræðunum sem konur fluttu í upphafi Eddu-verðlaunahátíðarinnar sem nú fer fram.

Tilefnið var #metoo-byltingin en myllumerkin #égerhér og #metoo eru notuð í tengslum við hátíðina.  

Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi hvatti konur fyrir hátíðina til að sýna samstöðu með því að klæðast svörtum eða rauðum fötum. Rauði liturinn er innblásinn af ljóði Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, „Ég er gosið“ og er einnig liturinn á tjaldinu sem féll.

„Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér,“ sagði önnur kvennanna.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við konur erum ríflega helmingur mannskyns og því er nauðsynlegt að segja fleiri sögur um og eftir okkur. Við erum hér því við skiptum máli.“

Að loknum ræðunum sagði kynnirinn Sólmundur Hólm: „Við fögnum því að það er erfitt að vera ógeð í dag.“

Kynnirinn Sólmundur Hólm.
Kynnirinn Sólmundur Hólm. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir