Ný meinvörp fundust í Stefáni Karli

Stefán Karl og Steinunn Ólína
Stefán Karl og Steinunn Ólína Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur greinst með ný meinvörp sem ekki er hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum. Þetta kom í ljós á föstudaginn þegar hann fór í jáeindaskanna í Kaupmannahöfn. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns Karls, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Stefán Karl greindist með krabbamein í brishöfði haustið 2016 og hefur síðan þá farið í nokkrar aðgerðir og gengist undir krabbameinsmeðferð. Síðasta haust virtist hann vera laus við meinið en var viðbúinn því að það gæti tekið sig upp aftur.

„Þrátt fyrir að vita um langa hríð að þessi dagur myndi renna upp eru þetta auðvitað erfið þáttaskil. Engin lækning er til við langt gengnu óskurðtæku gallgangakrabbameini. Nú taka við lífslengjandi tilraunir með lyfjagjöfum og við vonum að þær gangi sem allra best og hafi tilætluð áhrif, að bæta líðan Stefáns og lengja líf hans. Fyrsta lyfjagjöfin var í gær,“ skrifar Steinunn Ólína á Facebook-síðu sína.

Hún tekur fram að Stefán Karl sé í höndum frábærs krabbameinslæknis sem þau treysti fullkomlega til að gera allt sem í hans valdi stendur. Eins njóti þau aðstoðar heimahjúkrunarteymis.

„Veikindi Stefáns hafa áhrif á alla fjölskylduna eðlilega, við eigum misgóða daga. Suma daga eigum við ósköp bágt, aðra daga erum við bara kát og gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman. Það getur enginn tekið frá okkur, hvernig sem allt fer. Ekki einu sinni dauðinn sjálfur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar