Borgaraleg ferming er skemmtileg

Thinkstockphotos.

Theódór Helgi Kristinsson fermist borgaralegri fermingu á þessu ári. Hann hefur trú á femínisma og telur fáránlegt að kynin hafi ekki jöfn tækifæri. Hann vonast til að sjá fordóma minni í framtíðinni. 

Hvernig hefur fermingafræðslan verið fyrir þig? „Fermingarfræðslan hefur verið bara ágæt. Kennararnir eru mjög fínir, námsefnið og pælingarnar skemmtilegar og á heildina litið bara gott eitt um þetta að segja.“

Er töff að fermast borgaralegri fermingu?

„Já já. „God is dead!““

Hvað telur þú að einkenni húmanista umfram aðra? „Húmanistar eru bara venjulegt fólk nema hvað þeir eru alltaf trúlausir og finnst gaman að heimsmynd og siðfræði og svoleiðis pælingum.“

Hvaða væntingar gerir þú til framtíðarinnar og hvernig muntu nýta þér húmanískar kenningar/siðfræði inn í framtíðina?

„Ég er bara að fermast út af gjöfunum en ég myndi halda að í framtíðinni verði borgaraleg ferming algengari. Staðreyndin er sú að fátt nútímafólk trúir af öllu hjarta. Það er bara spurningin hvenær fólk hættir að herma eftir öðrum og vera meira það sjálft og viðurkenna að það trúir ekki á neinn Guð. Það er bara tíminn sem verður að leiða það í ljós.“

Getur þú sagt mér hvað hefur staðið upp úr í vetur?

„Femínismi er góð pæling. Það er alveg fáránlegt að konur og karlar megi ekki gera það sama.“

Hvernig samfélag langar þig að sjá í framtíðinni ef þú fengir að ráða og myndir innleiða það sem þú hefur lært í fermingarfræðslunni í vetur? 

„Mér finnst fáránlegt að fara í stríð út af trúarbrögðum og myndi vilja sjá samfélag þar sem enginn trúir á Guð. Þá yrði allt einfaldara. Til dæmis væru minni fordómar. Mér finnst líka að femínismi sé góður og myndi vilja sjá meira af honum.“

Ef þú ættir að gera eitthvað eitt fyrir mannkynið á hverjum degi, hvað væri það? 

„Ég veit það ekki.“

Eitthvað að lokum? „Borgaraleg ferming er skemmtileg og hún er líka jákvæð.

Barn ætti ekki að þurfa að ljúga að það trúi á einhvern Guð fyrir framan fullt af fólki bara til þess að fá gjafir. Borgaraleg ferming gefur börnum tækifæri til að fermast án þess að trúa og pælingarnar geta verið mjög áhugaverðar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar