Sonur Katrínar hertogaynju og Vilhjálms prins var frumsýndur heimsbyggðinni rétt fyrir klukkan sex að breskum tíma, eða rétt fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma.
Prinsinn fæddist í morgun á St Mary's-sjúkrahússinu í London. Svo virðist sem allt hafi gengið að óskum þar sem fjölskyldan er á heimleið.
Ltli prinsinn er þriðja barn þeirra hjóna. Eldri börnin þau Georg og Karlotta mættu á spítalann fyrr í dag til þess að heilsa upp á nýja bróður sinn.
Frétt mbl.is: Georg og Karlotta heimsóttu nýja prinsinn
Nafn prinsins hefur ekki verið gert opinbert en samkvæmt veðbönkunum eru Arthúr, Albert, Friðrik og Filip talin ákjósanleg nöfn á nýjasta erfingjann.
Hamingjuóskunum hefur rignt yfir fjölskylduna í allan dag, meðal annars frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem sendi fjölskyldunni hlýjar kveðjur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.
My warmest congratulations to the Duke and Duchess of Cambridge on the birth of their baby boy. I wish them great happiness for the future.
— Theresa May (@theresa_may) April 23, 2018