Nýi prinsinn frumsýndur

Nýjasta afkvæmi bresku konungsfjölskyldunnar kom í heiminn í dag.
Nýjasta afkvæmi bresku konungsfjölskyldunnar kom í heiminn í dag. AFP

Sonur Katrínar hertogaynju og Vilhjálms prins var frumsýndur heimsbyggðinni rétt fyrir klukkan sex að breskum tíma, eða rétt fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma. 

Prinsinn fæddist í morgun á St Mary's-sjúkra­hússinu í London. Svo virðist sem allt hafi gengið að óskum þar sem fjölskyldan er á heimleið. 

Ltli prins­inn er þriðja barn þeirra hjóna. Eldri börn­in þau Georg og Karlotta mættu á spít­al­ann fyrr í dag til þess að heilsa upp á nýja bróður sinn.

Frétt mbl.is: Georg og Karlotta heimsóttu nýja prinsinn

Nafn prinsins hefur ekki verið gert opinbert en samkvæmt veðbönkunum eru Arthúr, Albert, Friðrik og Filip talin ákjósanleg nöfn á nýjasta erfingjann. 

Hamingjuóskunum hefur rignt yfir fjölskylduna í allan dag, meðal annars frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem sendi fjölskyldunni hlýjar kveðjur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni. 

Vilhjálmur og Katrín ásamt nýfæddum syni sínum. Fyrir eiga þau …
Vilhjálmur og Katrín ásamt nýfæddum syni sínum. Fyrir eiga þau soninn Georg og dótturina Karlottu. AFP
Litli prinsinn á heimleið.
Litli prinsinn á heimleið. AFP
Prinsinn fæddist á St. Mary's-sjúkra­hús­inu í London.
Prinsinn fæddist á St. Mary's-sjúkra­hús­inu í London. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir