Nýi prinsinn frumsýndur

Nýjasta afkvæmi bresku konungsfjölskyldunnar kom í heiminn í dag.
Nýjasta afkvæmi bresku konungsfjölskyldunnar kom í heiminn í dag. AFP

Sonur Katrínar hertogaynju og Vilhjálms prins var frumsýndur heimsbyggðinni rétt fyrir klukkan sex að breskum tíma, eða rétt fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma. 

Prinsinn fæddist í morgun á St Mary's-sjúkra­hússinu í London. Svo virðist sem allt hafi gengið að óskum þar sem fjölskyldan er á heimleið. 

Ltli prins­inn er þriðja barn þeirra hjóna. Eldri börn­in þau Georg og Karlotta mættu á spít­al­ann fyrr í dag til þess að heilsa upp á nýja bróður sinn.

Frétt mbl.is: Georg og Karlotta heimsóttu nýja prinsinn

Nafn prinsins hefur ekki verið gert opinbert en samkvæmt veðbönkunum eru Arthúr, Albert, Friðrik og Filip talin ákjósanleg nöfn á nýjasta erfingjann. 

Hamingjuóskunum hefur rignt yfir fjölskylduna í allan dag, meðal annars frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem sendi fjölskyldunni hlýjar kveðjur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni. 

Vilhjálmur og Katrín ásamt nýfæddum syni sínum. Fyrir eiga þau …
Vilhjálmur og Katrín ásamt nýfæddum syni sínum. Fyrir eiga þau soninn Georg og dótturina Karlottu. AFP
Litli prinsinn á heimleið.
Litli prinsinn á heimleið. AFP
Prinsinn fæddist á St. Mary's-sjúkra­hús­inu í London.
Prinsinn fæddist á St. Mary's-sjúkra­hús­inu í London. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup