Segir Melaniu Trump ekki geta gert neitt

Melania Trump og Birgitte Macron í síðustu viku.
Melania Trump og Birgitte Macron í síðustu viku. AFP

Í síðustu viku heimsóttu forsetahjón Frakklands Trump-hjónin í Hvíta húsið. Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, fer fögrum orðum um Melaniu Trump í franska blaðinu Le Monde, samkvæmt The Guardian, en lýsingar hennar á lífi Melaniu minna helst á fangelsi. 

Macron segir Melaniu Trump hafa verið mjög skemmtilega og lagði áherslu á að bandaríska forsetafrúin væri með góðan húmor, þær hefðu hlegið mikið saman. Lýsti Macron henni sem góðri, heillandi, gáfaðri og opinni manneskju. 

Macron fór þó ekki jafn fögrum orðum um líf hennar og segir hana ekki geta gert neitt. „Hún getur ekki einu sinni opnað glugga í Hvíta húsinu. Hún getur ekki farið út. Hún er mun aðþrengdari en ég. Ég fer út á hverjum degi í París,“ sagði franska forsetafrúin. 

Macron sagði í viðtalinu að hún reyndi að lifa venjulegu lífi, hitti börn sín úr fyrra hjónabandi og barnabörnin. „Ég er ennþá eiginkona Emmanuels Macron, ekki forsetans. Mér líður ekki eins og forsetafrú.“

Brigitte Macron og Melania Trump.
Brigitte Macron og Melania Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir