Ísland komst ekki áfram í Eurovision

Flutningur Íslenska hópsins var glæsilegur en Evrópa valdi önnur atriði …
Flutningur Íslenska hópsins var glæsilegur en Evrópa valdi önnur atriði fram yfir Ara og Our choice. Ljósmynd/Andres Putting

Ari Ólafsson, flytj­andi lags­ins Our choice, komst ekki áfram upp úr undan­keppni Söngvakeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva.

Alls komust tíu lönd áfram af þeim nítján sem kepptu í kvöld og var Ísland ekki dregið upp úr hatt­in­um að þessu sinni.

Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland kemst ekki upp úr undanriðlunum. 

Flutningur Ara var óaðfinnanlegur og var íslenska hópnum vel tekið á sviðinu í Lissabon, sérstaklega þegar Ari brosti sínu breiðasta og fór upp á háu nótuna. 

Riðillinn var fyrir fram talinn sterkari en sá sem keppt verður í á fimmtudag og þá er spurning hvort það hafi haft sitt að segja að einungis tvær Norðurlandaþjóðir voru meðal keppenda í kvöld. 

Þessi lönd komust áfram: Austurríki, Eistland, Kýpur, Litháen, Ísrael, Tékkland, Búlgaría, Albanía, Finnland og Írland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar