Brúin greiddi leiðina að sviðinu

Manninum tókst að hrifsa hljóðnem­ann af SuRie og náði hann …
Manninum tókst að hrifsa hljóðnem­ann af SuRie og náði hann að tjá sig í sjö sekúndur áður en öryggisverðir fjarlægðu hann af sviðinu. AFP

Maður­inn sem stökk upp á svið í miðju atriði bresku söng­kon­unn­ar SuRie á úr­slita­kvöldi Eurovisi­on í gær­kvöldi klifraði upp á mynda­vél og komst þaðan upp á brú sem leiddi inn á sviðið. Sam­band evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) hef­ur greint frá því að fram­kvæmd verði form­leg innri rann­sókn á hvernig mann­in­um tókst að trufla atriðið.

Mann­in­um tókst að hrifsa hljóðnem­ann af SuRie og sam­kvæmt bresk­um miðlum þá öskraði hann „við krefj­umst frels­is“ og kvartaði und­an nas­ist­um í bresk­um fjöl­miðlum. Örygg­is­verðir hand­sömuðu mann­inn þegar hann hafði verið á sviðinu í ör­skamma stund.

„Hann var fjar­lægður af sviðinu eft­ir sjö sek­únd­ur,“ seg­ir full­trúi EBU í sam­tali við BBC. Maður­inn hef­ur verið yf­ir­heyrður af lög­reglu.

SuRie lét at­vikið ekki hafa mik­il áhrif á sig og kláraði flutn­ing­inn af mikl­um krafti. Henni bauðst að flytja lagið aft­ur en afþakkaði það. „Ég hef alltaf sagt að allt geti gerst í Eurovisi­on,“ skrifaði SuRie á Twitter eft­ir keppn­ina. Marg­ir tölu að at­vikið myndi skila SuRie nokkr­um at­kvæðum í síma­kosn­ing­unni en það varð hins veg­ar ekki niðurstaðan þar sem breska atriðið hafnaði í 24. sæti af 26 mögu­leg­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell