Áhorfendur gáfu Íslandi ekkert stig í símakosningu á þriðjudagskvöldið. Alls gáfu fimm dómnefndir laginu sem Ari Ólafsson flutti stig, Stigin urðu alls 15 talsins og komu öll frá dómnefndum. Ísland keppti í fyrri undankeppninni á þriðjudagskvöldið og er eina norræna ríkið sem ekki komst áfram í aðalkeppnina í gærkvöldi.
Sjö stiganna komu frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, fjögur frá Tékklandi, tvö frá Makedóníu og síðan fengu Íslendingar eitt stig frá svissnesku dómnefndinni og þeirri belgísku.
Ekkert annað land fékk jafn fá stig í keppninni í ár og Ísland.
Höfundur lagsins Our Choice er Þórunn Erna Clausen.