Obama-hjónin til liðs við Netflix

Michelle og Barack Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, hafa skrifað undir …
Michelle og Barack Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, hafa skrifað undir samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu sjónvarpsefnis. AFP

Fyrr­ver­andi for­seta­hjón Banda­ríkj­anna, Barack og Michelle Obama, hafa gert samn­ing við streym­isveit­una Net­flix um fram­leiðslu á kvik­mynd­um og sjón­varpsþátt­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Net­flix nær samn­ing­ur­inn til margra ára.

Obama-hjón­in munu starfa und­ir fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Higher Ground Producti­ons en lítið hef­ur verið gefið upp um hvers kon­ar efni er að ræða en til stend­ur að fram­leiða þátt­araðir, heim­ilda­mynd­ir og kvik­mynd­ir í fullri lengd.

„Barack og ég höf­um alltaf haft trú á mátt­inn sem felst í að segja sög­ur og það hef­ur veitt okk­ur inn­blást­ur,“ seg­ir Michelle. Því má gera ráð fyr­ir að áhersla verði lögð á að segja sög­ur fólks, hverj­ar svo sem þær verða.

Barack seg­ir að í for­setatíð sinni hafi hann metið það mik­ils að hafa fengið að kynn­ast fjöl­breyttu fólki og fengið að heyra sög­ur þess og nú vilji hann gefa því tæki­færi til að deila reynslu sinni á breiðari vett­vangi.

„Þess vegna erum við Michelle svo spennt að starfa með Net­flix - við get­um von­andi verið lyfti­stöng fyr­ir hæfi­leika­ríkt, hvetj­andi og skap­andi fólk sem hef­ur getu til að auka sam­kennd fólks og skiln­ing. Við vilj­um hjálpa þeim að deila sög­um þeirra með allri heims­byggðinni,“ seg­ir for­set­inn fyrr­ver­andi.  

Fram­kvæmda­stjóri Net­flix, Ted Sar­andos, seg­ir að Obama-hjón­in njóti mik­ill­ar virðing­ar sem op­in­ber­ar per­són­ur og séu því í ein­stakri stöðu til að upp­götva áhuga­vert fólk og varpa ljósi á frá­sagn­ir þeirra.

„Við erum ótrú­lega stolt að þau hafi valið Net­flix til að nýta þá getu sem þau búa yfir til að segja áhuga­verðar sög­ur,“ seg­ir Sar­andos. Streym­isveit­an hef­ur náð gríðarlegri út­breiðslu síðustu ár. Í lok síðasta árs voru tæp­lega 118 millj­ón skráðir not­end­ur á Net­flix.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka