Með áhyggjur af Johnny Depp

Þessi mynd náðist af Johnny Depp í Þýskalandi með hljómsveitinni …
Þessi mynd náðist af Johnny Depp í Þýskalandi með hljómsveitinni hans sem eru á ferðalagi um þessar mundir. Aðdáandi póstaði henni. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hollywood Reporter greinir frá því að aðdáendum Johnny Depp standi ekki á sama um leikarann sem lítur vægast sagt illa út þessa dagana.

Depp er orðinn grannur og lítur út fyrir að vera í mikilli neyslu. Undanfarið hafa birst myndir af þessum 54 ára gamla leikara á Instagram og hafa þær ýtt undir sögusagnir þess efnis að það sé ekki allt í lagi. 

Depp var duglegur að stilla sér upp með aðdáendum sínum í síðustu viku þegar hann var í Pétursborg. Nokkrar þessara mynda rötuðu á Facebook þar sem fólk trúði ekki að þetta væri hann.  „Ég held að hetjan mín líti út fyrir að vera veikur,“ skrifaði einn þeirra.

Með aðdáanda á Instagram reikningi violet_loveit.
Með aðdáanda á Instagram reikningi violet_loveit. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Annar spurði: „Er þetta raunverulega Johnny Depp?“

Leikarinn var í Rússlandi með hljómsveitinni sinni, Hollywood Vampires. Orsökin fyrir þessu útliti er ennþá óljós. Hins vegar hefur hann gengið í gegnum stórar áskoranir að undanförnu. Nokkur mál sem tengjast honum hafa ratað fyrir dómstóla. Mál er varða vinnu hans sem og skilnað við leikkonuna Amber Heard sem sakaði Depp um líkamlegt ofbeldi. 

Samkvæmt IMDB eru tvær kvikmyndir í framleiðslu á hans vegum. City of Lies og Richard Says Goodbye. Hollywood Reporter hafði samband við talsmann leikarans en fékk engin svör.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan