Raunveruleikaþáttastjarnan og snyrtivöruhönnuðurinn Kim Kardashian West seldi ilmvötn fyrir yfir hálfan milljarð íslenskra króna á fyrstu fimm mínútunum eftir að ný ilmvatnslína hennar varð aðgengileg. Línan, KKW Kimoji, inniheldur þrjú ilmvötn, Kimoji Peach, Kimoji Cherry og Kimoji Vibes. Hún hefur aðeins markaðssett ilmvötnin í gegnum samfélagsmiðla ásamt því að senda systrum sínum og frægum vinkonum ilmvötnin að gjöf.
Þetta eru ekki fyrstu ilmvötnin sem Kim setur á markað en hún hefur gefið út þrjár línur, KKW Crystal Gardenia, KKW Body og valentínusarlínu síðan í október 2017. Ilmvötnin eru seld á síðunni www.kkwfragrance.com og kosta 45 bandaríkjadali eða um 4.800 íslenskar krónur.
Fljótlega eftir að hún setti nýju línuna í umferð kærði fyrirtækið Vibes hana fyrir að stela merki fyrirtækisins en Kimoji Vibes líkist merki Vibes. Fyrirtækið sækist eftir skaðabótum og vill setja lögbann á frekari sölu á ilmvatninu.
KIMOJI Peach, Cherry & Vibes fragrances are available NOW on KKWFRAGRANCE.COM @kkwfragrance
A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jul 17, 2018 at 12:00pm PDT