Seldi fyrir yfir hálfan milljarð á 5 mínútum

Kim Kardashian West setti línu sína KKW Kimoji í sölu …
Kim Kardashian West setti línu sína KKW Kimoji í sölu í gær. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan og snyrtivöruhönnuðurinn Kim Kardashian West seldi ilmvötn fyrir yfir hálfan milljarð íslenskra króna á fyrstu fimm mínútunum eftir að ný ilmvatnslína hennar varð aðgengileg. Línan, KKW Kimoji, inniheldur þrjú ilmvötn, Kimoji Peach, Kimoji Cherry og Kimoji Vibes. Hún hefur aðeins markaðssett ilmvötnin í gegnum samfélagsmiðla ásamt því að senda systrum sínum og frægum vinkonum ilmvötnin að gjöf. 

KKW Kimoji-línan.
KKW Kimoji-línan. skjáskot/Instagram

Þetta eru ekki fyrstu ilmvötnin sem Kim setur á markað en hún hefur gefið út þrjár línur, KKW Crystal Gardenia, KKW Body og valentínusarlínu síðan í október 2017. Ilmvötnin eru seld á síðunni www.kkwfragrance.com og kosta 45 bandaríkjadali eða um 4.800 íslenskar krónur. 

Fljótlega eftir að hún setti nýju línuna í umferð kærði fyrirtækið Vibes hana fyrir að stela merki fyrirtækisins en Kimoji Vibes líkist merki Vibes. Fyrirtækið sækist eftir skaðabótum og vill setja lögbann á frekari sölu á ilmvatninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan