Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa í áratug …
Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa í áratug boðið Reykvíkingum í vöfflukaffi á Menningarnótt. Nú taka við ný ævintýri. mbl.is/Rósa Braga

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum.

„Þetta var í tíunda skipti síðast og við ákváðum að taka pásu núna og sjá hvað er í boði á Menningarnótt,“ segir hann kíminn í samtali við mbl.is. „Við höfum í raun bara helgað okkur þessu, öll fjölskyldan og hjálparkokkar, í tíu ár.“ Hann segir fjölskylduna vera spennta fyrir því að prófa eitthvað nýtt í ár. Rölta um miðborgina og reyna að sjá sem flesta viðburði.

Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. „Þetta er alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá öllum. Borgarbúar og fyrirtækin opna ekki bara dyrnar heldur líka hugmyndaauðgina, þannig að það er alltaf eitthvað óvænt á Menningarnótt. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“

Dagur mælir með því að fólk fari inn á heimasíðu Menningarnætur og skoði hvað er í boði, því það er engin leið að gera dagskránni skil í nokkrum orðum. „Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt í boði þannig að ég hvet alla til að undirbúa sig vel, en líka taka krók þegar komið er niður í bæ og detta inn í eitthvað sem var alls ekki undirbúið. Gera eitthvað óvænt. Svo auðvitað hitta fólk og brosa framan í heiminn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir