Tekjur af mynd Spacey 14 þúsund krónur

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Kvikmyndin Billionaire Boys Club, sem er fyrsta myndin sem leikarinn Kevin Spacey kemur fram í frá því hann var sakaður um kynferðislegt ofbeldi, var frumsýnd á föstudag. Tekjur af myndinni námu 126 Bandaríkjadölum, sem svarar til tæplega 14 þúsund króna, alls á fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum og hefur því slegið nýtt met í lélegri aðsókn í Bandaríkjunum.

Auk Spacey leika Ansel Elgort og Taron Egerton í myndinni og var myndin frumsýnd á föstudaginn í tíu kvikmyndahúsum. Fyrir mánuði var hægt að leigja myndina á VOD.

Samkvæmt Hollywood Reporter námu tekjur af myndinni að meðaltali 12,60 Bandaríkjadölum í hverju kvikmyndahúsi en það er lægri fjárhæð en tveir miðar kosta ef greitt er fullt verð (9,27 Bandaríkjadalir).

Leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um kynferðislega áreitni í október en áreitnin átti sér stað árið 1986 þegar Rapp var 14 ára og Spacey 26 ára. Síðan þá hafa fjölmargir stigið fram, þar á meðal vinnufélagar Spacey úr Spilaborginni (House of Cards) og sakað leikarann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun.

Alls kostaði gerð spennumyndarinnar Billionaire Boys Club 15 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 1,6 milljarða króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir