„Þú getur ekki falið þig“

„Þú getur ekki falið þig á bak við neitt. Hann sýnir hvernig þig þú hugsar tónlist og hvernig þú hlustar á tónlist,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson um tónlist eftir Bach en nú styttist í útgáfu þýska útgáfurisans Deutsche Grammaphone á túlkunum Víkings á tónlist Bachs. 

Í tilefni af því var haldið útgáfuhóf í sendiráði Íslands í Berlín á dögunum þar sem Víkingur lék verk af plötunni. Í samtali við fjölmiðlamanninn Arthúr Björgvin Bollason segir Víkingur frá því hvað heillar við tónlist þýska tónskáldsins. Þetta verður önnur plata Víkings sem gefin er út af Deutsche Grammophone en á síðasta ári gaf fyrirtækið út plötu þar sem Víkingur lék verk eftir bandaríska tónskáldið Philip Glass sem hlaut frábærar viðtökur.

Í myndskeiðinu er einnig rætt við Martin Eyjólfsson sendiherra um aðkomu sendiráðsins að útgáfuhófinu sem má rekja til þess að markaðsstjóri Deutsche Grammaphone rambaði fyrir tilviljun inn á opið hús sendiráðsins fyrr á árinu í tengslum við listahátíðina Cycle. Varð markaðsstjórinn svo hrifinn af stemningunni í húsinu að hann vildi gera eitthvað svipað í tengslum við útgáfuna á nýrri plötu Víkings. „Honum fannst þetta svo hipp og kúl og tók þetta upp á símann sinn,“ segir Martin og skömmu síðar var markaðsstjórinn kominn aftur til að funda um samstarfið. 

Víkingur Heiðar kemur fram á tónleikum í Hörpu 13. október til að kynna plötuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir