McCartney beint í efsta sætið

Sir Paul McCartney er kominn aftur á toppinn.
Sir Paul McCartney er kominn aftur á toppinn. AFP

Sir Paul McCartney fór beint í efsta sæti bandaríska Billboard 200-listans með sína nýjustu plötu Egypt Station. Þetta er í fyrsta sinn í 36 ár sem honum tekst það og í fyrsta sinn á ferlinum sem hann kemur sólóplötu beint á topp listans.

Síðasta plata hans sem komst á topp Billboard-listans var sjöunda sólóplatan hans Tug of War sem dvaldi þar í þrjár vikur árið 1982.

Egypt Station, sem kom út 7. september, seldist í 153 þúsund eintökum fyrstu viku á lista.

Þetta 36 ára hlé McCartney er það næstlengsta í sögu Billboard-listans. Sveitasöngvarinn sálugi Johnny Cash á lengsta metið en 36 ár, tíu mánuðir og níu dagar liðu á milli American V: A Hundred Highways og plötunnar sem kom þar á undan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir