Fyrsta skiptið þarf ekki að vera fullkomið

Frá æfingum í Gaflaraleikhúsinu.
Frá æfingum í Gaflaraleikhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Leikritið er byggt á sönnum atburðum, bæði frá okkur persónulega og sögum sem við höfum heyrt frá vinum okkar. Við leggjum áherslu á að þetta sé raunverulegt og að fólkið úti í sal geti tengt við þetta,“ segir Mikael Emil Kaaber, einn höfunda og leikara í leikritinu Fyrsta skiptið sem frumsýnt verður í Gaflaraleikhúsinu 14. október. Mikael Emil tók sér pásu frá stífum æfingum til að tala við blaðakonu mbl.is, á meðan hin æfðu píkudans.

Leikarar og höfundar Fyrsta skiptisins, auk Mikaels Emils, eru þau Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir og Óli Gunnar Gunnarsson. Þau eru öll á aldrinum 18 til 20 ára og þekkjast að sögn Mikaels ýmist úr Hafnarfirði, Verzlunarskóla Íslands eða leiklistinni í bland.

Leikararnir eru þau Mikael Emil Kaaber, Arnór Björnsson, Berglind Alda …
Leikararnir eru þau Mikael Emil Kaaber, Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir og Óli Gunnar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björk Jakobsdóttir leikstjóri hafði samband við hópinn síðasta vetur og stakk að þeim hugmyndinni að leikritinu. „Okkur leist strax mjög vel á og byrjuðum að spjalla og safna sögum, æfa verkið og þróa senur á gólfinu. Svo ákváðum við hvaða senur við vildum nota og hvernig við vildum tengja þær og fléttuðum þetta í þetta geggjaða leikrit sem þetta er í dag.“

Allt í lagi þótt hlutirnir gangi ekki upp

Fyrstu skiptin sem fjallað er um í leikritinu eru meðal annars fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta sjálfsfróunin og fyrsta kynlífið.

Berglind Alda Ástþórsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir í bakgrunni.
Berglind Alda Ástþórsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir í bakgrunni. Eggert Jóhannesson

„Boðskapur sýningarinnar er sá að fyrsta skiptið þarf ekki að vera fullkomið,“ segir Mikael Emil. „Við ölumst upp við að hlutirnir séu svo fullkomnir í bíómyndunum. Það sem við viljum koma á framfæri er að þó að þú eigir ömurlegt fyrsta skipti og hlutirnir gangi ekki alveg upp, þá er það bara allt í lagi.“

Alveg jafnmikilvægt fyrir foreldra að sjá leikritið

Sýningin er bæði ætluð unglingum og öllum þeim sem hafa verið unglingar. Þá segir Mikael Emil að það sé alveg jafnmikilvægt fyrir foreldra og fyrir unglinga að sjá sýninguna. „Foreldrarnir fá að sjá hvað unglingarnir eru að hugsa og unglingarnir fá að sjá að það eru einhverjir aðrir að hugsa þetta en þau.“

„Unglingar þora kannski ekki að tala um þessa hluti við hvern sem er, eða þora ekki að tala um þá yfir höfuð. Á sýningunni geta þau séð okkur tala um þessa hluti og gera grín að þeim. Við sýnum að það þarf ekki að vera stress yfir svona hlutum. Við erum ekki ein að lenda í þessu.“

Leikarar æfa stíft en verkið verður frumsýnt 14. október.
Leikarar æfa stíft en verkið verður frumsýnt 14. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikael Emil segir einnig að sýningin geti skapað skemmtilegar og jákvæðar umræður heima fyrir, sjái unglingar og foreldrar þeirra sýninguna. Hann segir að einhverjum geti þótt vandræðalegt að sjá sýninguna með foreldrum sínum, en að það fari eftir fjölskyldum.

„Það fer eftir því á hvaða stað hver fjölskylda er, en það er ekki bannað sko. Ég myndi alveg taka mína foreldra með mér og sitja við hliðina á þeim. Þetta er mismunandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan