Prinsessan vildi sýna örið

Ör á baki Eugenie prinsessu af York sást greinilega í …
Ör á baki Eugenie prinsessu af York sást greinilega í brúðkaupinu. AFP

Eu­genie prins­essa var djörf í vali á brúðar­kjól sín­um sem hún klædd­ist er hún gekk að eiga unn­usta sinn, Jack Brooks­bank, í Windsor-kast­ala í gær. Eu­genie er dótt­ir Andrés­ar prins, bróður Karls, krón­prins Bret­lands.

Kjóll­inn var hannaður af Peter Pi­lotto og Christoph­er De Vos. Hann var lan­germa og fíla­beins­hvít­ur að lit og op­inn í bakið. Sú hönn­un var gerð að ósk prins­ess­unn­ar sem vildi sýna ör sem hún er með á bak­inu eft­ir skurðaðgerð sem hún und­ir­gekkst er hún var tólf ára. Á höfði bar hún svo kór­ónu, eins og hverri prins­essu sæm­ir, sem hún fékk að láni hjá ömmu sinni, Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu.

Eu­genie ræddi um hönn­un kjóls­ins í viðtali við ITV-sjón­varps­stöðina fyr­ir brúðkaupið. Hún sagði mik­il­vægt að breyta viðhorf­um fólks til feg­urðar. „Ég held að hægt sé að breyta feg­urðarskyni og að þú get­ir sýnt fólki örin þín og mér finnst mik­il­vægt að gera það,“ sagði prins­ess­an.

Prins­ess­an er vernd­ari sjúkra­húss­ins þar sem hún fór í bakaðgerðina sem barn. Í aðgerðina fór hún vegna mik­ill­ar hryggskekkju.

Frétt CNN um málið.

Eugenie prinsessa ásamt föður sínum, Andrési, hertoganum af York.
Eu­genie prins­essa ásamt föður sín­um, Andrési, her­tog­an­um af York. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur öll tök á því að læra sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. Líklega finnst þér það frábært.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur öll tök á því að læra sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. Líklega finnst þér það frábært.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason