Pitt og DiCaprio hvetja fólk til að kjósa

Leonardo DiCaprio og Brad Pitt hvetja kjósendur til að nýta …
Leonardo DiCaprio og Brad Pitt hvetja kjósendur til að nýta atkvæðisrétt sinn í þingkosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Skjáskot/YouTube

„Framtíð landsins verður ákveðin í þessari viku. Kosningar skipta ekki bara máli þegar kosið er um forseta. Þessar kosningar gætu verið þær mikilvægustu á lífsleiðinni.“

Þetta er meðal hvatningarorða Leonardo DiCaprio til bandarískra kjósenda í myndskeiði þar sem stórleikararnir Dicaprio og Brad Pitt sameina krafta sína. Þingkosningar eru í landinu á morgun og fara þær fram á miðju kjörtímabili forseta og vilja DiCaprio og Pitt vekja athygli á því að það er ekki síður mikilvægara að kjósa í almennum kosningum en forsetakosningum.

Á morgun verður kosið um 35 þing­sæti af 100 í öld­unga­deild­inni, öll 435 þing­sæt­in í full­trúa­deild­inni, 39 rík­is­stjóra­stóla og fjöl­marga bæj­ar- og héraðsstjóra­stóla.

Stjórnmálaskýrendur eru sam­mála um það að kjör­sókn muni ráða úr­slit­um. Kosn­inga­áhug­inn vestra er óvenjumikill miðað við kosningar á miðju kjörtímabili og er þátt­taka í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslum langt yfir meðallagi. Í lok október höfðu yfir 24 milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar, samanborið við 13 milljónir á sama tíma árið 2014.

Í myndskeiðinu, sem sjá má hér að neðan, hvetja Pitt og DiCaprio kjósendur til að láta rödd sína heyrast, þar sem mikið er í húfi. Nefna þeir sem dæmi byssulöggjöf, stefnu í innflytjendamálum, aðgang að hreinu vatni og lofti og heilbrigðisþjónustu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka