Pitt og DiCaprio hvetja fólk til að kjósa

Leonardo DiCaprio og Brad Pitt hvetja kjósendur til að nýta …
Leonardo DiCaprio og Brad Pitt hvetja kjósendur til að nýta atkvæðisrétt sinn í þingkosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Skjáskot/YouTube

„Framtíð landsins verður ákveðin í þessari viku. Kosningar skipta ekki bara máli þegar kosið er um forseta. Þessar kosningar gætu verið þær mikilvægustu á lífsleiðinni.“

Þetta er meðal hvatningarorða Leonardo DiCaprio til bandarískra kjósenda í myndskeiði þar sem stórleikararnir Dicaprio og Brad Pitt sameina krafta sína. Þingkosningar eru í landinu á morgun og fara þær fram á miðju kjörtímabili forseta og vilja DiCaprio og Pitt vekja athygli á því að það er ekki síður mikilvægara að kjósa í almennum kosningum en forsetakosningum.

Á morgun verður kosið um 35 þing­sæti af 100 í öld­unga­deild­inni, öll 435 þing­sæt­in í full­trúa­deild­inni, 39 rík­is­stjóra­stóla og fjöl­marga bæj­ar- og héraðsstjóra­stóla.

Stjórnmálaskýrendur eru sam­mála um það að kjör­sókn muni ráða úr­slit­um. Kosn­inga­áhug­inn vestra er óvenjumikill miðað við kosningar á miðju kjörtímabili og er þátt­taka í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslum langt yfir meðallagi. Í lok október höfðu yfir 24 milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar, samanborið við 13 milljónir á sama tíma árið 2014.

Í myndskeiðinu, sem sjá má hér að neðan, hvetja Pitt og DiCaprio kjósendur til að láta rödd sína heyrast, þar sem mikið er í húfi. Nefna þeir sem dæmi byssulöggjöf, stefnu í innflytjendamálum, aðgang að hreinu vatni og lofti og heilbrigðisþjónustu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup