Heyrir ekkert frá dóttur sinni

Meghan og Harry hafa lokað á föður Meghan.
Meghan og Harry hafa lokað á föður Meghan. AFP

Faðir Meghan hertogaynju hefur ekki gefist upp á að ná til dóttur sinnar en Meghan og Harry Bretaprins lokuðu á Thomas Markle eftir brúðkaup sitt í vor. Um helgina tjáði Markle sig um samband eða sambandsleysi sitt og dóttur sinnar í viðtali sem birtist á vef Daily Mail.

Þetta var fjórða viðtalið sem Thomas Markle hefur farið í síðan upp komst að hann hefði sviðsett ljósmyndir af sér og fengið tvö hjartaáföll í röð fyrir brúðkaupið sem kom í veg fyrir að hann gat leitt Meghan upp að altarinu. 

Segir Thomas að hann hafi gert endalausar tilraunir til þess að hafa samband við dóttur sína með skilaboðum og bréfum. „En hún og Harry virðast hafa sett upp þagnarmúr. Þau hafa gert það sem þau sögðu mér eitt sinn að gera ekki, þau trúa öllu neikvæðu sem hefur verið skrifað um mig,“ sagði Thomas í viðtalinu. 

Í viðtalinu reynir hann að afsanna það sem hefur verið skrifað um hann. Sýndi hann til að mynda læknaskjöl sem sönnuðu að hann hefði verið veikur og gamlan flugmiða og mynd sem sannaði að hann hefði mætt í fyrra brúðkaup Meghan. 

„Ég er ekki fullkominn, ég geri mistök en refsing mín hæfir ekki glæp mínum. Meira að segja morðingjar fá heimsóknir frá dætrum sínum í fangelsi,“ sagði Thomas sem vill ekki segja of mikið um dóttur sína þar sem hann vill ekki skaða hana. 

Thomas Markle var ekki viðstaddur brúðkaup Harry og Meghan.
Thomas Markle var ekki viðstaddur brúðkaup Harry og Meghan. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir