Queen sló í gegn

Kvikmyndin Bohemian Rhapsody var sigursæl á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt en myndin var valin besta myndin og leikarinn Rami Malek besti leikarinn en hann fer með hlutverk Freddie Mercury, söngvara Queen, í myndinni sem fjallar um Mercury og hljómsveitina.

Þetta kom ýmsum á óvart því margir höfðu spáð því að kvikmyndin A Star Is Born yrði valin besta myndin. Aðrar myndir svo voru tilnefndar eru: Ofurhetjumyndin Black Panther, kvikmynd Spike Lee BlacKkKlansman og If Beale Street Could Talk.

Auk Malek voru þeir Bradley Cooper (A Star Is Born), Willem Dafoe (At Eternity's Gate),Lucas Hedges (Boy Erased) og John David Washington (BlacKkKlansman) tilnefndir í flokki bestu karlleikara.
Leikarinn Rami Malek sést hér með tveimur úr hljómsveitinni Queen, …
Leikarinn Rami Malek sést hér með tveimur úr hljómsveitinni Queen, Brian May og Roger Taylor, á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt. AFP

Jónsi hlaut ekki verðlaun fyrir lag sitt

Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi eins og hann er kallaður, var tilnefndur til  Golden Globe-verðlaunanna fyrir lagið „Revelation“ sem hann samdi með Troye Sivan fyrir kvikmyndina Boy Erased. Jónsi og Sivan sömdu einnig textann með Brett McLauglin. Lag Lady Gaga, Shallow, úr A Star is Born varð fyrir valinu sem besta lagið. 

Kvikmyndin Green Book hlaut þrenn verðlaun alls og kvikmynd Alfonso Cuaron, Roma, hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni. 

Lady Gaga fór með annað aðalhlutverkið í A Star is …
Lady Gaga fór með annað aðalhlutverkið í A Star is Born. AFP

Besta dramamyndin: Bohemian Rhapsody

Besta gaman- eða tónlistarmyndin: Green Book

Besti dramaleikarinn: Rami Malek

Beta leikkonan í dramakvikmynd: Glenn Close, The Wife

Besti leikarinn í gaman- eða tónlistarmynd: Christian Bale, Vice

Besta leikkonan í gaman- eða tónlistarmynd: Olivia Colman, The Favourite

Leikari í aukahlutverki: Mahershala Ali, Green Book 

Besta leikkonan í aukahlutverki: Regina King, If Beale Street Could Talk

Besti leikstjórinn: Alfonso Cuaron, Roma

Besta erlenda kvikmyndin: Roma

Besta kvikmyndahandritið: Green Book - Nick Vallelonga, Brian Currie og Peter Farrelly

Af sjónvarpsefni var þáttaröðin The Americans (FX) valin sú besta og Richard Madden í Bodyguard besti dramaleikarinn. Besta dramaleikkonan var Sandra Oh fyrir leik í Killing Eve.

The Kominsky Method (Netflix) var valin besta gaman- eða tónlistarþáttaröðin. Í þeim flokki var Michael Douglas valinn besti leikarinn fyrir sömu þáttaröð, The Kominsky Method.

Rachel Brosnahan var valin besta leikkonan í gamanþáttaröð fyrir leik í The Marvelous Mrs. Maisel.

Hér er tæmandi listi yfir verðlaunahafa á Golden Globe-hátíðinni.

Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón hampar hér tveimur styttum fyrir kvikmynd …
Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón hampar hér tveimur styttum fyrir kvikmynd sína, Roma. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka