Enginn kynnir á Óskarnum

Óskarsverðlaunahátíðin í ár verður haldin án kynnis, í fyrsta skipti …
Óskarsverðlaunahátíðin í ár verður haldin án kynnis, í fyrsta skipti í þrjá áratugi. AFP

Óskarsverðlaunahátíðin í ár verður án kynnis, í fyrsta skipti í 30 ár. Til stóð að banda­ríski grín­ist­inn og leik­ar­inn Kevin Hart yrði kynnir á hátíðinni en hann steig til hliðar stuttu eftir að það var tilkynnt í desember, í kjöl­far gríðarlegr­ar gagn­rýni á skrif hans á Twitter sem lýsa andúð á samkynhneigðum.

Einn af hápunktum Óskarsverðlaunahátíðarinnar ár hvert er án efa einræða kynnisins í upphafi kvöldsins og eflaust munu margir sakna hennar. Karey Burke, forseti ABC Entertainment, sem sendir út hátíðina, segir að í stað hefðbundins kynnis munu stjörnurnar sem kynna verðlaunaflokkana njóta sviðsljóssins.

Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles 24. febrúar næstkomandi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir