Rappari og fiðluleikari fá Polar-verðlaunin í ár

Anne-Sophie Mutter.
Anne-Sophie Mutter. Wikipedia

Rapparinn Grandmaster Flash og fiðluleikarinn Anne-Sophie Mutter eru handhafar sænsku Polar-verðlaunanna í ár. Tilkynnt var um valið í morgun. Karl Gústaf Svíakonungur mun afhenda þeim verðlaunin 11. júní. 

Grandmaster Flash, sem heitir Joseph Saddler, var frumkvöðull á sviði tónlistarinnar þegar hann fór að beita fingrum á vínilinn og til varð ný tegund tónlistar með hans nýja plötusnúðatakti.

Anne-Sophie Mutter hefur hlotið fern Grammy-verðlaun á ferli sínum sem spannar 40 ár. Hún hefur verið framarlega í flutningi á hefðbundinni klassískri tónlist sem og framúrstefnulegri og er ekki síst þekkt fyrir flutning sinn á verkum Beethoven en hún flutti meðal annars tíu sónötur tónskáldsins á einum degi í Svíþjóð fyrir nokkrum árum.

Frétt SVT

Polar-verðlaununum var komið á fót 1989 að frumkvæði Stigs Anderson, umboðsmanns sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Verðlaunin eru nefnd eftir upptökustúdíói Anderson, Polar Music, þar sem ABBA hljóðritaði flestar plötur sínar. Björk Guðmundsdóttir hlaut verðlaunin árið 2010. 

Grandmaster Flash/Joseph Saddler.
Grandmaster Flash/Joseph Saddler. Vefur Grandmaster Flash
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup