Missti meydóminn 21 árs

Courtney Cox.
Courtney Cox. skjáskot/Youtube

Leikkonan Courtney Cox opnaði sig um fyrstu kynlífsreynsluna í spjallþætti James Corden í vikunni. Sagði hún foreldra sína aldrei hafa rætt við sig um það sem hún þyrfti að vita um kynlíf. Friends-stjarnan sagði þó að móðir hennar hefði gefið henni nærbuxur þegar hún var með manninum sem hún missti meydóminn með. 

„Ég var hrein mey þangað til ég var 21 árs. Ég held ég geti verið stolt af því,“ sagði Cox og hóf að segja hvernig móðir hennar reyndi að hjálpa henni með því að kaupa nærbuxur fyrir hana. 

Cox sagði að móðir hennar hafi áttað sig á að alvara væri á ferð þar sem Cox var búin að hitta strákinn lengi. Hún sendi því Cox nærbuxur sem merki um að hún væri að fullorðnast. Leikkonan sagði að teygjan á buxunum hefðu verið um 10 sentimetra þykk og svo hefði bómullarhlutinn komið. Þær hafi þó verið mun þægilegri en hún notaði. 

Hún viðurkenndi síðan að hafa notað nærbuxurnar þegar hún var með kærastanum. „Þær voru frekar flottar,“ sagði Cox og hló. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar