Hóta að sniðganga Eurovision

Bilal Hassini tekur líklega þátt fyrir hönd Frakklands í Tel …
Bilal Hassini tekur líklega þátt fyrir hönd Frakklands í Tel Aviv um miðjan maí. AFP

Frakk­ar hafa hótað því að sniðganga Eurovisi­on-söngv­akeppn­ina, sem fram fer í Ísra­el í maí, vegna ísra­elskr­ar sjón­varps­seríu sem lýs­ir inn­göngu Frakka í söngv­akeppni sem hryðju­verki. Greint er frá þessu á ísra­elsku frétt­asíðunni Haaretz.

Í sjón­varps­serí­unni, sem frum­sýnd verður í maí og kall­ast „Tólf stig“ er fylgst með fransk-als­írsk­um hryðju­verka­manni. Hann þyk­ist vera sam­kyn­hneigður karl­maður og tekst að kom­ast í loka­keppni alþjóðlegr­ar söngv­akeppni í þeim eina til­gangi að fremja hryðju­verk í beinni sjón­varps­út­send­ingu.

Þætt­irn­ir hafa vakið reiði í Frakklandi en full­trúi Frakka í Eurovisi­on í ár er Bilal Hass­ani, sam­kyn­hneigður múslimi.

Sam­kvæmt ísra­elsk­um fjöl­miðlum hafa Frakk­ar varað ísra­elska rík­is­sjón­varpið við því að ef sjón­varps­serí­an verður sýnd verði því svarað með því að þeir muni sniðganga keppn­ina í maí.

Hand­rits­höf­und­ar þátt­anna hafa bent á að það sé ekk­ert nema ótrú­leg til­vilj­un að Hass­ani sé full­trúi Frakka í Eurovisi­on í ár. Þeir hafi skrifað hand­ritið snemma á síðasta ári en Hass­ani hafi hins veg­ar unnið frönsku undan­keppn­ina í lok janú­ar.

Sjón­varps­serí­an eigi auk þess frek­ar að gera grín að Ísra­el og leyniþjón­ustu þess, ekki Frökk­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son