Vinnuheiti komið á nýju Bond-myndina

Daniel Craig mun fara með hlutverk Bond í síðasta skipti …
Daniel Craig mun fara með hlutverk Bond í síðasta skipti í myndinni. TOBIAS SCHWARZ

Nýjustu James Bond myndinni hefur verið gefið vinnuheitið Shatterhand en tökur á henni munu hefjast 6. apríl. Sögusagnir hafa verið á kreiki um hvað myndin eigi að heita og hafa þær verið staðfestar nú. 

Nafnið Shatterhand kemur úr Bond-bókinni You Only Live Twice eftir Ian Fleming frá árinu 1964. Shatterhand er annað nafn illmennisins Ernst Stavro Blofeld. 

Nýjasta Bond-myndin hefur verið á hálfgerðum hrakhólum síðustu mánuði en í ágúst síðastliðinn hætti Danny Boyle við að leikstýra myndinni vegna listræns ágreinings. Síðan þá hefur handritið verið endurskrifað. Hún átti að koma út í febrúar 2020 en nú hefur frumsýningu hennar verið frestað fram í apríl sama ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson