Íslandi víða spáð 4.-8. sæti

Margmiðlunarverkefnið Hatari er framlag Íslendinga til Eurovision söngvakeppninnar í ár …
Margmiðlunarverkefnið Hatari er framlag Íslendinga til Eurovision söngvakeppninnar í ár og er spáð góðu gengi í veðbönkum. mbl.is/Eggert

Stuðlar alþjóðlegra veðbanka á íslenskan sigur í lokakeppni Eurovision 2019 hafa farið lækkandi eftir því sem líður á kvöldið og nú þegar ljóst er að Hatari verður fulltrúi Íslands í keppninni hafa þeir haldið áfram að lækka.

Ein stærsta veðmálasíða heims, Bet365, spáir Íslandi 4. sætinu í Tel Aviv, með stuðulinn 11. Veðbankinn 10Bet spáir Íslandi 4.-5. sæti með stuðulinn 13, en á báðum stöðum er því spáð að Hatari verði á eftir Rússlandi, Svíþjóð og Ítalíu í keppninni í Ísrael, sem fram fer í maí.

Rússar hafa yfirburði í veðbönkum, en ákveðið hefur verið að Sergei Lazarev, sem endaði í 3. sæti í lokakeppni Eurovision árið 2016, fari fyrir þeirra hönd. Ekki hefur þó verið gefið út hvaða lag hann mun syngja.

Vefsíðan Eurovision World tekur saman stuðla á lokakeppnina frá fjölda veðbanka og samkvæmt reikniformúlu þeirra, eins og staða veðbanka er í kvöld, mun Hatrið ekki sigra, en ná mjög langt og enda í 4. sæti.

Tekið skal fram að enn eiga þónokkur þátttökulönd eftir að tilnefna sín framlög til keppninnar, en spennandi verður að fylgjast með því hvernig staðan í veðbönkum þróast á næstu vikum. Þarf Ísland að búa sig undir að halda mögulega Eurovision árið 2020?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup