„Þjóðin hefur talað“

Liðsmenn Hatari fögnuðu sigri með því að fá sér köku.
Liðsmenn Hatari fögnuðu sigri með því að fá sér köku. mbl.is/Eggert

„Tilfinningin er auðmýkjandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, við mbl.is, eftir að ljóst varð að Hatari verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Ísrael í maí. Hatari hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi en alls tóku fimm atriði þátt í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld.

Hatari stígur á svið í Tel Aviv þriðjudagskvöldið 14. maí þegar fyrra undankvöld Eurovision fer fram. Seinna undankvöldið verður fimmtudagskvöldið 16. maí og úrslitin laugardagskvöldið 18. maí. Ísland hefur ekki komist í úrslit í fimm ár.

Söngvararnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fagna. Til hliðar …
Söngvararnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fagna. Til hliðar við þá eru kynnar kvöldsins, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. mbl.is/Eggert

„Þjóðin hefur talað og við túlkum skilaboðin þannig að listin eigi að eiga síðasta orðið, sérstaklega þegar til stendur að nota hana í annarlegum tilgangi,“ sagði Matthías og bætti við að liðsmenn Hatara væru gífurlega þakklátir fyrir stuðninginn í kvöld.

Spurður hvernig hann telji að hljómsveitinni muni vegna úti í Ísrael var svarið einfalt:

„Hatrið mun sigra. Evrópa hrynja.“

Hatari ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra.
Hatari ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. mbl.is/Egg

Matthías sagðist ekki vera stressaður eða spenntur fyrir væntanlegri þátttöku í Eurovision. „Við meðlimir Hatara lifum bara einn dag í einu.“

Ljóst er að hljómsveitin er nú þegar farin að vekja athygli í Eurovision-heiminum en eins og áður kom fram er atriðinu spáð góðu gengi í Ísrael og gera spár ráð fyrir að atriði Íslands komist loksins í úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup