Mál Hatara á borði ráðherra í Ísrael

Hatari ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra.
Hatari ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. mbl.is/Egg

Ljóst er að fjöll­ista­hóp­ur­inn Hat­ari mun aldrei kom­ast á stóra sviðið í Tel Aviv í Ísra­el ef ísra­elsku sam­tök­in Shurat HaDin fá sínu fram­gengt. Sam­tök­in hafa farið fram á það við stjórn­völd lands­ins að Hat­ara verði meinaður aðgang­ur að Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Þau krefjast þess við inn­an­rík­is­ráðherr­ann Aryeh Deri að hljóm­sveit­inni verði ekki hleypt inn í landið vegna gagn­rýni henn­ar á ástand mála í Ísra­el og vegna yf­ir­lýs­inga um að hljóm­sveit­in muni nýta tíma sinn á stóra sviðinu til að mót­mæla og lýsa yfir stuðningi við Palestínu­fólk.

Þetta kem­ur fram á ensk­um vef mest lesna frétta­blaðs Ísra­els, Ynet­news.

Segja Hat­ara brjóta regl­urn­ar

Á vef Shurat Hadin kem­ur fram að sam­tök­in berj­ist gegn hryðju­verk­um og standi vörð um rétt­indi gyðinga um heim all­an. Þá segj­ast þau staðráðin í að vernda ísra­elska ríkið með því að verj­ast lög­sókn­um, berj­ast gegn aka­demísk­um og efna­hags­leg­um sniðgönguaðgerðum og með því að bjóða þeim birg­inn sem vilja grafa und­an lög­mæti ísra­elska rík­is­ins.

„Okk­ur bár­ust upp­lýs­ing­ar um að hljóm­sveit­in sem kem­ur fram fyr­ir Íslands hönd styðji sniðgöngu Ísra­els,“ sagði lög­fræðing­ur­inn og for­víg­is­kona Shurat HaDin, Nits­ana Dars­h­an-Leitner. Hún seg­ir að síðasta sum­ar hafi hljóm­sveit­in skrifað und­ir stuðnings­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að Ísland sniðgengi söngv­akeppn­ina í Tel Aviv í Ísra­el. Eft­ir að hafa verið val­in sem fram­lag Íslands hafi hljóm­sveit­in til­kynnt að hún ætlaði sér að mót­mæla Ísra­el á sviðinu, þrátt fyr­ir að það gengi í ber­högg við regl­ur keppn­inn­ar.

Nitsana Darshan-Leitner.
Nits­ana Dars­h­an-Leitner. Wikipedia/​Mike Cohen

Ráðherra tek­ur ákvörðun

„Sam­kvæmt lög­um um for­varn­ir gegn því að ísra­elska ríkið bíði hnekki vegna sniðgönguaðgerða (e. Law for preventi­on of dam­a­ge to state of Isra­el through boycott) fær mann­eskja sem er ekki ísra­elsk­ur rík­is­borg­ari eða hef­ur leyfi um var­an­lega bú­setu í Ísra­el ekki vega­bréfs­árit­un eða bú­setu­leyfi ef hún, eða sam­tök eða fé­lag sem hún starfar fyr­ir, hef­ur op­in­ber­lega kallað eft­ir því að Ísra­el sé sniðgengið,“ sagði Dars­h­an-Leitner.

Talsmaður inn­an­rík­is­ráðherra sagði að sam­ráð verði haft meðal stjórn­valda um beiðni Shurat HaDin, þegar hún hef­ur borist ráðuneyt­inu. „Málið verður tekið til skoðunar þegar bréfið berst,“ sagði talsmaður­inn og bætti við: „Eins og lög kveða á um mun inn­an­rík­is­ráðherra taka ákvörðun þegar hann hef­ur fengið álit frá ör­ygg­is­málaráðuneyt­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir