Mál Hatara á borði ráðherra í Ísrael

Hatari ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra.
Hatari ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. mbl.is/Egg

Ljóst er að fjöll­ista­hóp­ur­inn Hat­ari mun aldrei kom­ast á stóra sviðið í Tel Aviv í Ísra­el ef ísra­elsku sam­tök­in Shurat HaDin fá sínu fram­gengt. Sam­tök­in hafa farið fram á það við stjórn­völd lands­ins að Hat­ara verði meinaður aðgang­ur að Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Þau krefjast þess við inn­an­rík­is­ráðherr­ann Aryeh Deri að hljóm­sveit­inni verði ekki hleypt inn í landið vegna gagn­rýni henn­ar á ástand mála í Ísra­el og vegna yf­ir­lýs­inga um að hljóm­sveit­in muni nýta tíma sinn á stóra sviðinu til að mót­mæla og lýsa yfir stuðningi við Palestínu­fólk.

Þetta kem­ur fram á ensk­um vef mest lesna frétta­blaðs Ísra­els, Ynet­news.

Segja Hat­ara brjóta regl­urn­ar

Á vef Shurat Hadin kem­ur fram að sam­tök­in berj­ist gegn hryðju­verk­um og standi vörð um rétt­indi gyðinga um heim all­an. Þá segj­ast þau staðráðin í að vernda ísra­elska ríkið með því að verj­ast lög­sókn­um, berj­ast gegn aka­demísk­um og efna­hags­leg­um sniðgönguaðgerðum og með því að bjóða þeim birg­inn sem vilja grafa und­an lög­mæti ísra­elska rík­is­ins.

„Okk­ur bár­ust upp­lýs­ing­ar um að hljóm­sveit­in sem kem­ur fram fyr­ir Íslands hönd styðji sniðgöngu Ísra­els,“ sagði lög­fræðing­ur­inn og for­víg­is­kona Shurat HaDin, Nits­ana Dars­h­an-Leitner. Hún seg­ir að síðasta sum­ar hafi hljóm­sveit­in skrifað und­ir stuðnings­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að Ísland sniðgengi söngv­akeppn­ina í Tel Aviv í Ísra­el. Eft­ir að hafa verið val­in sem fram­lag Íslands hafi hljóm­sveit­in til­kynnt að hún ætlaði sér að mót­mæla Ísra­el á sviðinu, þrátt fyr­ir að það gengi í ber­högg við regl­ur keppn­inn­ar.

Nitsana Darshan-Leitner.
Nits­ana Dars­h­an-Leitner. Wikipedia/​Mike Cohen

Ráðherra tek­ur ákvörðun

„Sam­kvæmt lög­um um for­varn­ir gegn því að ísra­elska ríkið bíði hnekki vegna sniðgönguaðgerða (e. Law for preventi­on of dam­a­ge to state of Isra­el through boycott) fær mann­eskja sem er ekki ísra­elsk­ur rík­is­borg­ari eða hef­ur leyfi um var­an­lega bú­setu í Ísra­el ekki vega­bréfs­árit­un eða bú­setu­leyfi ef hún, eða sam­tök eða fé­lag sem hún starfar fyr­ir, hef­ur op­in­ber­lega kallað eft­ir því að Ísra­el sé sniðgengið,“ sagði Dars­h­an-Leitner.

Talsmaður inn­an­rík­is­ráðherra sagði að sam­ráð verði haft meðal stjórn­valda um beiðni Shurat HaDin, þegar hún hef­ur borist ráðuneyt­inu. „Málið verður tekið til skoðunar þegar bréfið berst,“ sagði talsmaður­inn og bætti við: „Eins og lög kveða á um mun inn­an­rík­is­ráðherra taka ákvörðun þegar hann hef­ur fengið álit frá ör­ygg­is­málaráðuneyt­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir