Hin íslenska Sara Rún Ísafold er meðal nýrra þátttakenda í danska raunveruleikaþættinum Ex on the Beach. Ekstra Bladet kynnti þátttakendur í dag og var þar Sara kynnt til sögunnar.
Kemur fram að Sara sé tvítug og búi í Esbjerg í Danmörku. Hún er nú einhleyp eins og aðrir keppendur en átti kærasta í fjögur ár eða frá því hún var fimmtán ára. Hún vill að strákar passi sig þegar kemur að áfengi auk þess sem hún segist færa til bókar hversu vel bólfélagar hennar standa sig í rúminu og segja vinkonum sínum frá.
Fyrrverandi makar birtast í þáttunum en Sara vill lítið með sinn fyrrverandi hafa enda komst hún að því að hann hefði haldið fram hjá henni.
Önnur þáttaröð verður frumsýnd í Damörku um næstu helgi en Sara segist sjálf hafa fylgst spennt með fyrstu þáttaröðinni.