Jagger á batavegi

Mick Jagger söngvari Rolling Stones segir sér líða miklu betur …
Mick Jagger söngvari Rolling Stones segir sér líða miklu betur og hann sé allur á batavegi. AFP

Sir Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er nú á batavegi eftir hafa undirgengist hjartaaðgerð í dag. Jagger greindi frá því á Twitter í dag að „hann sé á batavegi“ og sér „líði miklu betur“.

Söngvarinn, sem er 75 ára, þakkaði því næst starfsfólki sjúkrahússins í New York fyrir „frábært starf“, sem og aðdáendum sínum fyrir öll skilaboðinn.

Greint var frá því fyrr í vikunni að hljómsveitin hefði þurft að fresta No Filter-tónleikaferðalagi sínu þar sem læknar hefðu ráðlagt Jagger að láta skipta um hjartaloku.

Tónleikaferðalagið átti að hefjast í Miami 20. apríl og ljúka svo í Ontario í Kanada í lok júní og segir BBC hljómsveitina nú vinna að því að finna nýjar dagsetningar fyrir tónleikana.

Jagger hafði sjálfur áður beðið aðdáendur sveitarinnar afsökunar á því að tónleikaferðalaginu væri frestað og sagðist „eyðilagður“ yfir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan