Hatari leggur land undir fót

Liðsmenn Hatara fóru á kostum í viðtali í Amsterdam um …
Liðsmenn Hatara fóru á kostum í viðtali í Amsterdam um helgina. Ljósmynd/Skjáskot

„Ef ABBA hefðu verið marxí­sk­ari, jafn­vel póst­marxí­sk­ari,“ sögðu liðsmenn Hat­ara í viðtali í  Amster­dam um helg­ina, spurðir hvernig lýsa mætti tón­list­ar­stefnu sinni. Í Amster­dam fluttu þeir lag sitt Hatrið mun sigra við góðar und­ir­tekt­ir tón­leika­gesta á Eurovisi­on hátíð sem þar var hald­in um helg­ina.

„Stíll okk­ar er und­ir áhrif­um af há­menn­ing­ar­legri and­kapítalískri óperu, kaba­rett-sprung­inni gjörn­ingalist, popp­tónlist, BDSM o.fl.“ sögðu liðsmenn Hat­ara. Þeir sögðu að tón­list­in ætti einnig ræt­ur í pönk­inu. Sögðust þeir auðmjúk­ir að vera full­trú­ar Íslands í Eurovisi­on og að það væri mik­ill heiður. „Atriði okk­ar verður vel æft, raf­tón­list­ar­gjörn­ing­ur, og við mun­um vinna með svipaða hluti og áður,“ sögðu þeir.

At­hygli vek­ur að á meðan viðtal­inu stend­ur nudd­ar Matth­ías Tryggvi axl­ir fé­laga síns. 

„Það blund­ar í okk­ur dá­lít­il tauga­spenna í dag,“ sagði hann. „Það er ekki ein­falt verk að vinna að enda­lok­um kapí­tal­ism­ans,“ bætti Klem­ens við og sagði Matth­ías hafa nuddað axl­ir sín­ar und­an­farna daga af þeim sök­um. „Hann nudd­ar mig í fimm til tíu mín­út­ur á tveggja klukku­stunda fresti,“ sagði hann. Matth­ías sagði að sveit­in hefði þurft að velja á milli sviðshönnuðar eða nudd­ara.

„Því er ég í augna­blik­inu hvort tveggja söngv­ari og nudd­ari,“ sagði Matth­ías.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell