Mörg þúsund miðar óseldir

Hatari stígur á svið í Tel Aviv 14. maí.
Hatari stígur á svið í Tel Aviv 14. maí. mbl.is/Eggert

Tæpum mánuði áður en Eurovision-söngvakeppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael eru enn mörg þúsund óseldir miðar á viðburði tengda keppninni. Miðaverð í ár er mun hærra en það var þegar keppnin fór fram í Portúgal í fyrra.

Alls eru 2.200 miðar óseldir á undankvöldin, sem fara fram 14. og 16. maí. Uppselt er á úrslitakvöldið 18. maí.

Fram kemur í frétt ísraelska miðilsins Globes að boðið sé upp á nokkra miða undankvöldin á tilboðsverði, jafnvirði rétt tæpra 17.000 íslenskra króna. Ástæðan fyrir því er sú að úr þeim sætum sést illa á sviðið.

Vinna er í fullum gangi við að gera sviðið klárt …
Vinna er í fullum gangi við að gera sviðið klárt fyrir Eurovision-keppnina í Tel Aviv. AFP

Flestir miðanna kosta í kringum 40 þúsund íslenskar krónur. Alls tekur salurinn þar sem keppnin fer fram 7.300 áhorfendur í sæti.

Auk þess eru 2.000 miðar óseldir á dómararennsli kvöldið fyrir úrslitin og enn fleiri miðar eru óseldir á dómararennslið áður en undankvöldin fara fram.

Fram kemur að hægt hafi verið að kaupa miða á alla atburði keppninnar á 124.505 krónur. Eins og áður hefur verið greint frá hafa aðdáendur keppninnar lýst yfir vonbrigðum með verðið í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar