Mörg þúsund miðar óseldir

Hatari stígur á svið í Tel Aviv 14. maí.
Hatari stígur á svið í Tel Aviv 14. maí. mbl.is/Eggert

Tæpum mánuði áður en Eurovision-söngvakeppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael eru enn mörg þúsund óseldir miðar á viðburði tengda keppninni. Miðaverð í ár er mun hærra en það var þegar keppnin fór fram í Portúgal í fyrra.

Alls eru 2.200 miðar óseldir á undankvöldin, sem fara fram 14. og 16. maí. Uppselt er á úrslitakvöldið 18. maí.

Fram kemur í frétt ísraelska miðilsins Globes að boðið sé upp á nokkra miða undankvöldin á tilboðsverði, jafnvirði rétt tæpra 17.000 íslenskra króna. Ástæðan fyrir því er sú að úr þeim sætum sést illa á sviðið.

Vinna er í fullum gangi við að gera sviðið klárt …
Vinna er í fullum gangi við að gera sviðið klárt fyrir Eurovision-keppnina í Tel Aviv. AFP

Flestir miðanna kosta í kringum 40 þúsund íslenskar krónur. Alls tekur salurinn þar sem keppnin fer fram 7.300 áhorfendur í sæti.

Auk þess eru 2.000 miðar óseldir á dómararennsli kvöldið fyrir úrslitin og enn fleiri miðar eru óseldir á dómararennslið áður en undankvöldin fara fram.

Fram kemur að hægt hafi verið að kaupa miða á alla atburði keppninnar á 124.505 krónur. Eins og áður hefur verið greint frá hafa aðdáendur keppninnar lýst yfir vonbrigðum með verðið í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson