Hatari negldi síðustu æfinguna

Liðsmenn Hatara voru afslappaðir á leiðinni í Expo-höllina í Tel …
Liðsmenn Hatara voru afslappaðir á leiðinni í Expo-höllina í Tel Aviv. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Hatari hefur nýlokið síðustu æfingu sinni í Expo-höllinni í Tel Aviv fyrir dómararennslið í kvöld. Sveitin negldi atriðið og brutust út fagnaðarlæti í blaðamannahöllinni þegar flutningi lauk.

Þó það sé erfitt að reyna að vera hlutlaus í þessum aðstæðum er ekki hægt að segja annað en að Hatari standi upp úr í fyrri undanriðlinum.

Sviðsframkoma Hatara var, eins og áður, til fyrirmyndar. BDSM-klæðnaðurinn var á sínum stað og mikið um eldsprengingar. 

Söngur Matthíasar Tryggva Haraldssonar og Klemens Hannigan var kraftmikill og mjög góður. Ef þeir standa sig jafn vel í kvöld á dómararennslinu og á morgun í sjónvarpsútsendingunni hlýtur Ísland að fara í úrslit.

Matthías Tryggvi Haraldsson.
Matthías Tryggvi Haraldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir