Kallaður gyðingahatari í Tel Aviv

Baldur Þórhallsson í Tel Aviv um síðustu helgi ásamt dönsurunum …
Baldur Þórhallsson í Tel Aviv um síðustu helgi ásamt dönsurunum Sólbjörtu Sigurðardóttur og Ástrósu Guðjónsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, var uppnefndur gyðingahatari úti á götu í Tel Aviv þar sem Eurovision-keppnin fer fram. Ástæðan var sú að hann er Íslendingur.

Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu hans.

Baldur segir að í gær hafi verið efnt til vináttuleiks í fótbolta milli liðs „Íslands“ og liðs heimilislausra araba og Ísraela frá Jerúsalem og Tel Aviv. Á eftir var boðið til fagnaðar. Íslenski hópurinn mætti og naut kvöldsins með heimamönnum.

„Langflestir Íslendingar ræða af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetja listafólkið okkar til dáða á faglegum forsendum. - Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum!“ skrifar Baldur.

Hann bætir við að gangandi vegfarandi í Tel Aviv hafi kallað á eftir honum að hann væri gyðingahatari eftir að hann komst að því að hann væri Íslendingur. Aðrir vegfarendur hafi litið á hann furðu lostnir.

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni!“ skrifar hann.

Hatari í Tel Aviv.
Hatari í Tel Aviv. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Baldur nefnir að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika og að það hafi verið snjall leikur hjá Íslendingum að sniðganga ekki keppnina í ár heldur „velja grípandi lag með hápólitískan boðskap“.

„Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir