Ekkert leður á síðustu æfingu Hatara

Hatari á sviðinu á æfingunni.
Hatari á sviðinu á æfingunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Hatari brá út af vananum á síðustu æfingunni fyrir dómararennsli úrslita Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv. BDSM-klæðnaðurinn var hvergi sjáanlegur og voru krakkarnir í Hatara-æfingagöllum.

Atriðið var því talsvert frábrugðið því sem við eigum að venjast enda var leðrið hvergi sjáanlegt í þetta skiptið.

Ekki er þó hægt að segja til um hvort hljómsveitin verði í æfingagöllunum á dómararennslinu í kvöld eða hvort „hefðbundinn“ sviðsklæðnaður verði aftur fyrir valinu.

Atriðið var annars upp á tíu, eins og hingað til hér í Ísrael. Sérfræðingar í salnum höfðu sérstaklega á orði að Klemens Hannigan, annars söngvara Hatara, hefði verið „algjörlega geggjaður“.

Ef þeir standa sig jafn vel í kvöld á dóm­ar­ar­ennsl­inu og á morg­un í sjón­varps­út­send­ing­unni verður erfitt fyrir dómara og Evrópubúa að gefa þeim fá stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar