Dýrt spaug ef Ísland vinnur Eurovision

Það kemur í ljós seint í kvöld í hvaða sæti …
Það kemur í ljós seint í kvöld í hvaða sæti Hatari hafnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spennan er farin að magnast fyrir utan Expo-höllina í Tel Aviv þegar rúm klukkustund er í að úrslit Eurovision hefjist. Flestir virðast hafa trú á góðu gengi Íslands en blaðakona frá Bretlandi óttast gjaldþrot ef Hatari vinnur og hún dvelji tvær vikur í Reykjavík næsta vor.

Blaðamaður mbl.is var að grípa sér pítu fyrir utan höllina þegar hann heyrði Breta ræða um sigurstranglegustu lögin í keppni kvöldsins. Lisa-Jayne Lewis sagði að hún væri ekki búin að „útiloka Ísland“.

Í framhaldinu sagði hún hins vegar að það myndi nánast jafngilda gjaldþroti ef keppnin færi fram í Reykjavík en fjöldi fólks dvelur í tvær vikur í borginni sem heldur Eurovision. 

„Á ég að selja nýra eða fót?“ sagði hún hlæjandi við blaðamann mbl.is sem svaraði því til að hún gæti haldið fætinum. Lewis benti á að hún hefði komið til Reykjavíkur og kunnað vel við sig. „Ég þurfti hins vegar að rétta af bankareikninginn eftir dvölina.“

Verðlag í Tel Aviv er svipað og í Reykjavík og sagði Lewis að það yrði erfitt fyrir hana ef keppnin færi fram í dýrum borgum tvö ár í röð. Hún vonast samt eftir því að Hatara gangi sem best og segir frábært að fá svona gott atriði á eftir „hræðilega atriðinu okkar“ eins og hún orðaði það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka