Holland bar sigur úr býtum í Eurovision-keppninni í kvöld með 492 stig. Ítalía lenti í öðru sæti skammt undan með 465 stig og Rússar í því þriðja. Þar á eftir komu Svisslendingar og Norðmenn. Hatari lauk keppni í tíunda sæti.
Að lokinni atkvæðagreiðslu dómara voru Svíar efstir með 239 stig, N-Makedónía með 237 og Holland 231. Ísland var í 14. sæti með 48 og hækkaði því um fjögur sæti í símakosningunni.
Duncan Laurence stóð sig afar vel í keppninni og flutningur hans var öruggur. Veðbankar höfðu spáð hollenska laginu Arcade sigri og sú varð raunin.
Eurovision-keppnin verður því haldin í Rotterdam á næsta ári.