Holland sigurvegari Eurovision

Duncan Laurence fagnar í Expo-höllinni í Tel Aviv í kvöld.
Duncan Laurence fagnar í Expo-höllinni í Tel Aviv í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Holland bar sigur úr býtum í Eurovision-keppninni í kvöld með 492 stig. Ítalía lenti í öðru sæti skammt undan með 465 stig og Rússar í því þriðja. Þar á eftir komu Svisslendingar og Norðmenn. Hatari lauk keppni í tíunda sæti. 

Að lokinni atkvæðagreiðslu dómara voru Svíar efstir með 239 stig, N-Makedónía með 237 og Holland 231. Ísland var í 14. sæti með 48 og hækkaði því um fjögur sæti í símakosningunni.

Duncan Laurence stóð sig afar vel í keppninni og flutningur hans var öruggur. Veðbankar höfðu spáð hollenska laginu Arcade sigri og sú varð raunin. 

Eurovision-keppnin verður því haldin í Rotterdam á næsta ári. 

Hollenski söngvarinn Duncan Laurence fagnar sigrinum.
Hollenski söngvarinn Duncan Laurence fagnar sigrinum. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir