Tók fána Palestínu af Hatara

Liðsmenn Hatara. Einar Stefánsson er lengst til vinstri.
Liðsmenn Hatara. Einar Stefánsson er lengst til vinstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Stefánsson, trommuleikari Hatara, birti myndband á Facebook þar sem öryggisvörður í Expo-höllinni tekur palestínska fánann af liðsmönnum hljómsveitarinnar eftir að honum var lyft við stigagjöfina í kvöld.

Það var baulað í blaðamannaaðstöðunni þegar liðsmenn Hatara veifuðu palestínska fánanum þegar hljómsveitin fagnaði stigagjöfinni í símakosningu Eurovision-söngvakeppninnar í Tel Aviv í kvöld.

Mörgum virtist einnig nokkuð brugðið þegar palestínski fáninn sást á lofti.

Gísli Marteinn Bald­urs­son þulur RÚV sagði að uppá­kom­an eigi eft­ir að hafa einhverja eftirmála.

Hatari voru ekki einu flytjendur kvöldsins sem vísuðu til Palestínu. Í lok flutnings Madonnu mátti sjá tvo dansara ganga hönd í hönd og á baki þeirra voru annars vegar fáni Ísrael og hins vegar fáni Palestínu. Fljótlega eftir það gaf Eurovision út að það hefði ekki verið gert með vitund keppninnar.

Í lok flutnings Madonnu mátti sjá í tvo dansara með …
Í lok flutnings Madonnu mátti sjá í tvo dansara með fána Ísrael og Palestínu. Madonna er fyrir miðju og syngur. Skjáskot
Mynd/Skjáskot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir