„Þetta voru mistök“

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Menn­ing­ar­málaráðherra Ísra­el seg­ir Hat­ara hafa gert mis­tök. Sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva for­dæma uppá­tæki þeirra í gær og í stærstu fjöl­miðlum heims eru at­vik gær­kvölds­ins rædd í þaula.

Menn­ing­ar­málaráðherra Ísra­el var á leiðinni á rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un þegar blaðamenn náðu tali af hon­um. „Þetta voru mis­tök,“ hafði hann að segja um uppá­tæki Hat­ara í taln­ing­unni, þegar þeir veifuðu merki Palestínu í beinni út­send­ingu.

Miri Re­gev, nefnd­ur ráðherra, var í sömu mund innt álits á ísra­elsku og palestínsku fán­un­um sem sjá mátti í atriði Madonnu og þar hafði hún sömu sögu að segja. Þetta væri ekki í boði. „Stjórn­mál og menn­ing­ar­viðburðir eiga ekki sam­leið, með fullri virðingu fyr­ir Madonnu,“ sagði hún.

Guar­di­an hef­ur um­mæl­in eft­ir Re­gev. Þá er uppá­tækið rætt í pistli á vef Guar­di­an.

Re­gev sendi að auki Kan, sjón­varps­stöðinni sem sendi út hátíðina, tón­inn. Ekki ligg­ur fyr­ir hvað hún hefði kosið að þeir hefðu tekið til bragðs en henni þótti að þeir hefðu með ein­hverju móti mátt koma í veg fyr­ir þetta.

Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, eftir keppnina í gær. Ekki …
Klem­ens Hannig­an, ann­ar söngv­ara Hat­ara, eft­ir keppn­ina í gær. Ekki ligg­ur fyr­ir hver viður­lög­in verða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

EBU, sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva, for­dæmdu sömu­leiðis at­hæfið og fóru með sama viðkvæði um að ekki skuli blanda póli­tík inn í menn­ing­ar­starf­semi. Því svara stuðnings­menn uppá­tæk­is­ins á þann veg að sú viðleitni að kalla viðburð sem þenn­an ópóli­tísk­an, sé póli­tísk í sjálfri sér.

„Það ætti ekk­ert að vera að því að veifa palestínsk­um fán­um í Eurovisi­on“

Nefnd­ur pist­ill á Guar­di­an er eft­ir Michael Segalov nokk­urn. Hann var stadd­ur með Ísra­els­mönn­um heima í stofu að fylgj­ast með keppn­inni þegar Hat­ari dró upp fán­ana. „Það var fyrsta skiptið það kvöldið sem Ísra­els­menn­irn­ir í her­berg­inu voru minnt­ir á deil­una í kring­um keppn­ina í Ísra­el, og þeim var bara hreint ekki vel við það,“ seg­ir Segalov.

Atriði Madonnu. Á baki hinna svartklæddu má sjá Ísraelsfána og …
Atriði Madonnu. Á baki hinna svart­klæddu má sjá Ísra­els­fána og hinna hvít­klæddu Palestínuf­ána. Skjá­skot/​RÚV

Hann seg­ir að sú staðreynd að yf­ir­höfuð sé verið að meta hvaða af­leiðing­ar þetta eigi að hafa fyr­ir Hat­ara sanni þver­sögn­ina í því að halda því fram að keppn­in sé ekki póli­tísk. Hat­ari hafi aðeins veifað fána palestínskra ná­granna Ísra­els­manna. „Hvorki Hat­ari né Madonna voru til dæm­is að mót­mæla Net­anya­hu. Þau voru ekki einu sinni að tala um Vest­ur­bakk­ann eða Gaza eða viðvar­andi her­nám Ísra­els­manna,“ seg­ir hann. 

Segalov furðar sig á samþykkt­um stuðningi við LBGTQ+ sam­fé­lagið á meðan Palestína fær ekk­ert pláss í umræðunni. Regn­boga­fán­ar voru á víð og dreif. „Og eng­inn blikkaði auga yfir þeim, auðvitað ekki. En þegar full­trú­ar Íslands settu sig í stell­ing­ar og hugðust lýsa yfir sam­stöðu sinni með öðrum jaðar­sett­um hóp, Palestínu­mönn­um, var öll­um til­tæk­um ráðum beitt til að koma í veg fyr­ir það,“ seg­ir Segalov.

„Hvað seg­ir það um ástand umræðunn­ar í Ísra­el að jafn­vel frjáls­lynd­ur og hinseg­in hóp­ur af djömmur­um bregðist svona harka­lega við rauðum, græn­um og svört­um þjóðar­lit­um næstu ná­granna sinna?“ spyr Segalov að end­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason