Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

Hatari hefur vakið mikla athygli á heimsvísu eftir uppátæki ýmis …
Hatari hefur vakið mikla athygli á heimsvísu eftir uppátæki ýmis í tengslum við og á hátíðinni sjálfri. Nú vill fólk beinlínis að Íslandi verði vikið úr keppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og stendur hafa safnast 7.100 undirskriftir frá fólki úr að því er virðist öllum heimshornum sem krefst þess að Íslandi verði vikið úr Eurovision. Undirskriftunum fjölgar með hverri mínútu sem líður.

Hér er hlekkur á undirskriftasöfnunina.

Hópurinn sem hefur tekið höndum saman til þess að hafa uppi þessa kröfu gerir það væntanlega í ljósi uppátækis Hatara í beinni útsendingu í gærkvöld, þar sem þeir drógu upp fána Palestínu þegar stig þeirra voru kynnt.

„Í ljósi fyrirlitningar þeirrar sem Hatari hefur gert sig uppvísan að í garð Ísraels, óskum við hin undirrituðu eftir því að Íslandi verði meinað að taka þátt í keppninni að ári,“ segir í yfirlýsingu söfnunarinnar.

Undirskriftasöfnunin fer fram á vefsvæðinu change.org, sem segist hafa um 240 milljónir notenda um heim allan. Sú síða er sem sagt ekki að skjóta upp kollinum núna heldur hafa undirskriftasafnanir við alls kyns tilefni farið þar fram, eins og um afsagnir dómara, uppfærslur á Snapchat og virkjun í Tungudal nú á þessu ári.

Á þessari vefsíðu fór meira að segja fram undirskriftasöfnun í fyrra þess erindis að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision í Ísrael. Sú hreif þó ekki sem skyldi.

Ádeilulistamenn hugsi á leið heim eftir undanúrslitin. Hverjar verða afleiðingar …
Ádeilulistamenn hugsi á leið heim eftir undanúrslitin. Hverjar verða afleiðingar gjörða þeirra? mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar