Stjörnustríð Keflavíkur og Hafnarfjarðar

Hulunni svipt af stjörnu Björgvins í gær. Hilmar kallar hana …
Hulunni svipt af stjörnu Björgvins í gær. Hilmar kallar hana „copy-paste“ af Hollywood-stjörnunum. mbl.is/Árni Sæberg

Það er allt fyrst í Keflavík. Og „fyrsta stjarna íslenskrar tónlistar“ sem vígð var við hátíðlega athöfn utan við Bæjarbíó í Hafnarfirði í gærkvöld var síður en svo fyrsta stjarnan. „Hún er bara arftaki þess sem gerðist fyrst í Keflavík,“ segir Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður í Keflavík. 

Hilmar er að tala um stjörnusporin sem mörkuð voru í Hafnargötu í Keflavík þar sem Hljómar voru heiðraðir með koparhellu í stéttina árið 2003. Þaðan af var hvert sporið markað á fætur öðru, sjö sinnum allt þar til 2009, þegar hér varð hrun.

mbl.is/Helgi

Það þýðir náttúrulega að Hljómar hafi verið hinar eiginlegu fyrstu stjörnur íslenskrar tónlistar, en ekki Björgvin, eins og mbl.is sló ranglega föstu í gær. Og verði ekki gengist við þessum uppruna fyrirbærisins í Keflavík, segir Hilmar að fari í hart. „Hér er bara að hefjast stjörnustríð,“ segir Hilmar. „Það er ekki hægt að láta Hafnfirðingana stela þessu um hábjartan sumardaginn.“

„Það varð kannski ákveðið stjörnuhrap“

Í von um að Reykjanesbær árétti þessa sérstöðu sína sem frumkvöðull að íslenskum frægðarstéttum vill Hilmar að bærinn endurveki hefðina. Stjörnuspor hefur ekki verið markað síðan 2009 og þá var það svonefnt söguspor, þar sem Keflavíkurstöðin var heiðruð.

Þegar Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn dægurlagasystkini voru heiðruð með stjörnuspori …
Þegar Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn dægurlagasystkini voru heiðruð með stjörnuspori árið 2005. mbl.is/Svanhildur

„Nú er bara skýr krafa um að endurvekja þetta. Það varð kannski ákveðið stjörnuhrap þarna eftir hrun 2009 en nú er þetta aftur rísandi stjarna,“ segir Hilmar. Hann segir að til tals hafi komið að endurvekja stjörnusporin, ekki síst í ljósi væntanlegs 20 ára afmælis Ljósanætur og 25 ára afmælis Reykjanesbæjar sjálfs.

„Við þurfum bara að gefa út stjörnu næst. Það er enda fullt af fólki og viðburðum hér í Keflavík sem ættu að vera löngu búnir að fá stjörnu. Ég gæti verið kominn með þykkt skjal strax fyrir hádegi af kandídötum, það er ekki vandinn,“ segir Hilmar.

Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi og leikari var heiðraður árið 2007. Einn …
Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi og leikari var heiðraður árið 2007. Einn af sonum Keflavíkur og sporið á æskuslóðum hans milli Hafnargötu og Klapparstígs. mbl.is/Svanhildur

Stjörnurnar í Hafnarfirði „copy-paste“

Stjörnusporin voru aflögð eftir hrun, eins og vænta má vegna kostnaðar. 2009 var klórað saman í eina hellu en svo ekki söguna meir. „Þetta er rándýr koparsteypa og það var í raun málið. Þetta kostaði svolítið af peningum að nota í þetta svona flotta málma,“ segir Hilmar.

Stjörnusporin í Keflavík, einnig gestasporin og sögusporin sem mörkuð hafa verið á sama stað, eru málmhellur en ekki beinlínis stærðarinnar stjörnuplötur eins og í Hollywood og nú í Hafnarfirði. 

Fjölskylda Björgvins við stjörnuna hans í Hafnarfirði. Hún er myndarleg, …
Fjölskylda Björgvins við stjörnuna hans í Hafnarfirði. Hún er myndarleg, en hún er ekki brautryðjandi, ef marka má orð blaðamannsins. mbl.is/Árni Sæberg

Hilmar telur keflvísku stjörnusporin því sér á báti, og frumleg. „Þetta í Hafnarfirði virðist bara vera „copy-paste“ af því sem er í Hollywood. Okkar eru virðulegir skildir á víð og dreif um Hafnargötuna. Það býður upp á fróðlega göngu um götuna þar sem má lesa söguna úr skjöldunum,“ segir Hilmar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan