Fékk þakkarbréf frá spænskum túrista

Bjarni lét spænskan ferðamann hafa framboðsbækling frá sjálfstæðismönnum í Kraganum …
Bjarni lét spænskan ferðamann hafa framboðsbækling frá sjálfstæðismönnum í Kraganum er hann skutlaði henni frá Keflavík til Reykjavíkur árið 2003. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fékk fyrr í sumar þakkarbréf frá spænskri konu sem hann skutlaði frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur árið 2003, fyrir sextán árum síðan. Frá þessu greindi ráðherrann á Facebook í gærkvöldi.

Hann segir að konan hafi verið nýlent og dálítið áttavillt, en sjálfur var Bjarni að koma heim eftir kosningafund með Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn, en Bjarni var þarna að hefja feril sinn í landsmálapólitíkinni og var í 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi.

„Á leiðinni í bæinn spjölluðum við um heima og geima og ég lét þessa vinalegu konu hafa að kveðjugjöf einn litprentaðan kosningabækling. Ég minnist þess að hafa þótt það dálítið sniðugt því hvorki myndi hún kjósa né yfirhöfuð geta lesið mikið í bæklingnum,“ skrifar Bjarni. Síðan liðu 16 ár og þá rakst konan, sem býr í Barselóna, á þennan gamla bækling um framboð Sjálfstæðiflokks í Kraganum við tiltekt á heimili sínu.

„Henni datt í hug að fletta mér upp á netinu og í framhaldinu sendi hún mér afar hlýlegt og fallegt bréf. Þar þakkaði hún mér fyrir skemmtileg kynni og gladdist í leiðinni yfir því að ég sæti nú í ríkisstjórn.

Ég sagði henni í svarbréfi að ég vonaði að hún kæmi aftur, og þá með fjölskylduna sem hún hefur eignast í milliðíðinni,“ skrifar fjármálaráðherra.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir