Óvæntir Bubba-tónleikar á regnbogagötu

Bubbi á Skólavörðustígnum.
Bubbi á Skólavörðustígnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bubbi Morthens kom óvænt fram á Skólavörðustíg nú fyrir skömmu og spilaði titillag nýjustu plötu sinnar, Regnbogans stræti. Engin tilviljun ræður því að Skólavörðustígur varð fyrir valinu hjá Bubba því fyrr í sumar var samþykkt að mála götuna varanlega í regnbogalitum, milli Bergstaðastrætis og Laugavegar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn Söndru Barilli, verkefnastjóra hjá Öldu Music sem gefur plötuna út, ákvað Bubbi að spila þarna einnig í tilefni hinsegin daganna sem lauk um síðustu helgi. Hann spilaði einmitt á opnunarhátíð þeirra í Háskólabíói fyrr í mánuðinum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tillaga um að mála eina götu í borginni í regnbogalitum var lögð fram í júní, í sama mánuði og 50 ár voru liðin frá Stonewall-upp­reisn­inni í New York, sem markaði þátta­skil í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup