Á vef Mirror er greint frá því að 23 ára nemi að nafni, Alexa Terrazas, hafi dottið niður sex hæðir eftir að hafa verið að taka erfiða jógastellingu á svölunum heima hjá sér.
Ljósmynd náðist af Terrazas hangandi á hvolfi framan á húsinu sínu rétt áður en hún féll. Terrazas er nemi í háskóla í Mexíkó og komu samnemendur hennar að slysinu og veittu þá aðstoð sem til þurfti á slysstað. Sérfræðingar veittu henni aðhlynningu fljótt eftir fallið og er talið að hún hafi brotið samtals 110 bein; bæði í höndum og fótum.
Hún undirgekkst 11 tíma aðgerð um helgina og er enn þá í lífshættu ef marka má nýjustu fréttir um málið.
Á Twitter ríkir mikill samhugur um velferð hennar.
WORLD NEWS #nzfijitimes
— NZ Fiji Times (@nzfijitimes) August 27, 2019
Alexa Terrazas was posing for photographs while attempting the stunt, before falling from the balcony of her sixth-floor apartment. https://t.co/0BbUhOghej pic.twitter.com/pKXnkJY8lE