Bítlarnir ósammála um brexit

Bitlabræðurnir Paul McCartney og Ringo Starr.
Bitlabræðurnir Paul McCartney og Ringo Starr. AFP

Eftirlifandi Bítlarnir tveir, Paul McCartney og Ringo Starr, eru á öndverðum meiði þegar kemur að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 

McCartney sagði í viðtali við BBC í gærkvöldi að hann teldi það hafa verið mistök að láta þjóðina kjósa um útgöngu Breta. Hann segist einnig hlakka til þegar niðurstaða fæst í málið. 

Hann sagði að umræðan í kringum kosningarnar 2016 hefði verið furðuleg og mörg loforðanna klikkuð. „Það sem var fráhrindandi fyrir mig var að ég hitti fullt af eldra fólki, eiginlega fólk af minni kynslóð og það sagði: „Jæja Paul, þetta verður eins og í gamla daga, við fáum gömlu dagana aftur“ og ég sagði: „Nú, ég er nú ekki viss um það“,“ sagði McCartney. 

Hann sagðist alltaf kjósa fólk sem hann hefði trú á og að oft væri enginn sem hann tryði á. Hann sagðist líka ekki hafa mikla trú á neinum um þessar mundir. 

Vinur hans Ringo Starr er ekki á sömu skoðun. Hann sagði í viðtali fyrir viku að honum fyndist að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu en hann kaus með útgöngunni. 

„Fólkið kaus, og veistu, það verður að sætta sig við niðurstöðurnar. Allt í einu er það bara: „Okkur líkar ekki við þessa niðurstöðu. Hvað meinarðu? Þið þurftuð að kjósa, þetta er niðurstaða, höldum okkur við hana“,“ sagði Starr. 

„Ég held að það sé frábær ákvörðun,“ sagði Starr um útgönguna. „Ég held það sé gott að hafa stjórn yfir eigin landi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup