Bítlarnir ósammála um brexit

Bitlabræðurnir Paul McCartney og Ringo Starr.
Bitlabræðurnir Paul McCartney og Ringo Starr. AFP

Eft­ir­lif­andi Bítl­arn­ir tveir, Paul McCart­ney og Ringo Starr, eru á önd­verðum meiði þegar kem­ur að út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu. 

McCart­ney sagði í viðtali við BBC í gær­kvöldi að hann teldi það hafa verið mis­tök að láta þjóðina kjósa um út­göngu Breta. Hann seg­ist einnig hlakka til þegar niðurstaða fæst í málið. 

Hann sagði að umræðan í kring­um kosn­ing­arn­ar 2016 hefði verið furðuleg og mörg lof­orðanna klikkuð. „Það sem var frá­hrind­andi fyr­ir mig var að ég hitti fullt af eldra fólki, eig­in­lega fólk af minni kyn­slóð og það sagði: „Jæja Paul, þetta verður eins og í gamla daga, við fáum gömlu dag­ana aft­ur“ og ég sagði: „Nú, ég er nú ekki viss um það“,“ sagði McCart­ney. 

Hann sagðist alltaf kjósa fólk sem hann hefði trú á og að oft væri eng­inn sem hann tryði á. Hann sagðist líka ekki hafa mikla trú á nein­um um þess­ar mund­ir. 

Vin­ur hans Ringo Starr er ekki á sömu skoðun. Hann sagði í viðtali fyr­ir viku að hon­um fynd­ist að Bret­land ætti að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu en hann kaus með út­göng­unni. 

„Fólkið kaus, og veistu, það verður að sætta sig við niður­stöðurn­ar. Allt í einu er það bara: „Okk­ur lík­ar ekki við þessa niður­stöðu. Hvað mein­arðu? Þið þurftuð að kjósa, þetta er niðurstaða, höld­um okk­ur við hana“,“ sagði Starr. 

„Ég held að það sé frá­bær ákvörðun,“ sagði Starr um út­göng­una. „Ég held það sé gott að hafa stjórn yfir eig­in landi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant