Buckinghamhöll auglýsti nýverið laust starf í höllinni, starf þjóns. Það hefur vakið athygli að launin sem auglýst eru fyrir starfið eru undir lágmarkslaunum í Bretlandi.
Þjónninn skal vinna 7 daga vinnunnar, 45 tíma vinnu viku og fá greitt 8,96 pund á tímann. Lágmarkslaun í Bretlandi eru 9 pund og í London eru þau 10,55 pund. Umsækjendur þurfa ekki að hafa reynslu í þjónustustarfi heldur mun hinn heppni hljóta þjálfun í starfinu.
Hinn heppni þjónn mun fá 33 frídaga á ári en máltíðir og húsnæði leggur vinnuveitandi til. Einnig kemur fram í auglýsingu að þjónninn mun að mestu leyti starfa í London en ferðast til annarra staða líka.
Umsækjendur þurfa að vinna vel í hóp og hafa mikinn metnað fyrir smáatriðum segir í auglýsingunni.