Nasisti sem drepur ekki kanínur

Jóhannes og Adolf vinur hans á góðri stundu.
Jóhannes og Adolf vinur hans á góðri stundu. Fox Searchlight Pictures

Jóhannes er ósköp venjulegur tíu ára drengur. Hann fylgir nasistum að málum og veit ekkert skemmtilegra en að kasta hnífum og brenna bækur í æfingabúðum Hitlersæskunnar úti í skógi í Þýskalandi undir lok seinna stríðs. Svo miklar mætur hefur Jóhannes á Führernum að sá síðarnefndi skýtur annað veifið upp kollinum sem ímyndaður besti vinur. Að berjast fyrir Hitler er í senn skylda og heiður.

En hvað er a’tarna? Jóhannes, sem ber hakakrossinn á brjóstinu, fær sig ekki til þess að kála kanínu í æfingabúðunum og hlýtur fyrir vikið gælunafnið Jójó kanína frá hendi miskunnarlausra leiðbeinendanna.

Bóndinn berst, dóttirin dáin

Þegar Jóhannes snýr heim úr búðunum virkar móðir hans, Rosie, af einhverjum ástæðum ekki eins höll undir nasista og áður. Með hjálp einnar rauðvín á kvöldi tekst henni að vera þokkalega hýr fyrir son sinn enda þótt bóndi hennar sé að berjast við ofurefli í einhverju framandi landi og dóttir hennar sé látin.

Jóhannes áttar sig á sinnaskiptum móður sinnar þegar hann kemst að því að hún hefur falið gyðingastúlku á táningsaldri, Elsu, milli þilja í herbergi systur hans heitinnar. Hann fyllist að vonum hryllingi en bregður í brún þegar hann sér að ófreskjan er ekki með horn eins og Myrkrahöfðinginn. En þegar þau taka tal saman er Jóhannes knúinn til að spyrja sig áleitinnar spurningar: Hefur mér verið sagður sannleikurinn um gyðinga? Mun ástin jafnvel sigra hatrið á endanum?

Aldrei hreyft meira við mér

Út frá þessum þræði blasir ekki endilega við að nýjasta kvikmynd nýsjálenska leikstjórans Taika Waititi, Jojo Rabbit, sé gamanmynd en það er hún nú samt; nánar tiltekið svört satíra. Myndin byggist á skáldsögu Christine Leunens, Caging Skies, og var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir helgina.

Scarlett Johansson er sögð eiga stórleik sem þjökuð móðir Jóhannesar …
Scarlett Johansson er sögð eiga stórleik sem þjökuð móðir Jóhannesar litla. Fox Searchlight Pictures


Jojo Rabbit hefur mestmegnis fengið góða dóma, ekki síst aðalleikararnir en hin ungu Roman Griffin Davis og Thomasin McKenzie fara með hlutverk Jóhannesar og Elsu. Þá þykir Scarlett Johansson eiga stórleik sem móðirin. „Einhvern veginn heldur Johansson áfram að vera stórkostleg í hlutverki eftir hlutverk,“ segir Nicholas Barber í umsögn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. „Eins frábær og hún alltaf er hefur hún aldrei hreyft eins mikið við mér og hér.“

Af öðrum leikurum má nefna Sam Rockwell, sem leikur drykkfelldan þýskan höfuðsmann; Steven Merchant, sem fer með hlutverk gestapónjósnara, og Rebel Wilson, sem túlkar leiðbeinanda í æfingabúðunum og lætur út úr sér frasa eins og „O M Gott“. Þá fer Waititi sjálfur með hlutverk Hitlers sem hlýtur að snúast í hringi í gröfinni en leikstjórinn er maóríi í aðra ættina og rússneskur gyðingur í hina. Já, þið munið, þetta er satíra. Öll þykja þau leika hlutverk sín af ísmeygilegri kímni, ef marka má BBC og fleiri miðla.

Nánar er fjallað um myndina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup